Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 145

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 145
Aldur Hellismanna túngu, og er Illugi að tali Hauksbókar Landnámu fjórði maður frá land- námsmönnum. Eingin skýríng er látin í té um það hversvegna mennimir máttu ekki vera kjurrir í hellinum. Auðunn Smiðkelsson, sem óvænt er gerður nítjándi hellismaður, var brendur heima í föðurgarði sínum að „Þorvarðsstöðum“; ekki sagt hvort Auðunn brann einn í húsinu eða aðrir menn brunnu með honum. Með öðrum orðum, þjóðsaga um menn þessa og atburði er ekki leingur orðin nein þegar Sturla Þórðarson færir þokufróð- leik sinn í letur mörgum kynslóðum seinna. Nú er þar til máls að taka sem framundir 1950 urðu enn fundnar leifar af gripahnútum fornum í Surtshelli skamt frá mannvirkjum hellisins, grjót- hleðslum þeim sem enn standa þó túristar sæki fast að jafna þeim við jörðu; en hleðslur þessar munu vera elst mannvirki á íslandi þegar Öxarárfossi sleppir. Beinahrúgunni og mannvirkjunum hefur verið lýst ótal sinnum, meðal annars hefur sá er þetta ritar lagt hönd að slíkri lýsíngu í greinar- korni, Lítil samantekt um útilegumenn, í Tímariti Máls og menníngar 1949. Þegar ég kom í hellinn árið á undan voru beinin farin að morna og troðast í svað á hellisgólfinu; þó mátti enn finna þar heillegar hnútur. Á þeirri túristaöld sem síðan er orðin hafa beinin ýmist verið tröðkuð sundur með öllu eða túristar stúngið þeim skástu á sig. Það er ekki leingur örmul eftir af hinni fornfrægu beinahrúgu í Surtshelli. Hnúta sú sem ég hafði með mér 1948 var höggvin sundur á ská. Væri gáð í sárið mátti af sléttleika þess ráða að þar hafði verið höggvið með flugbeittri exi. Bændur sem ég sýndi beinið héltu helst það væri úr vetrúngi. Ég hafði síðan beinið með mér til Kaupmannahafnar og þar var það rann- sakað af dýrafræðíngi sem lagt hefur stund á tegundarákvörðuri dýraleifa, M. Digerböl. í skriflegri umsögn Digerböls um hnútuna segir að þetta sé bein úr „taminni kú, neðri endinn af lærlegg hægri framfótar, ytri brúnin höggvin af. Af stærðinni að dæma er þetta lítil kýr einsog tíðkuðust á mið- öldum.“ Þegar bein þetta var fyrst á ferð í Danmörku var enn ekki auðvelt að fá aldur fomleifa ákvarðaðan með geislamælíngum á ösku, þeirri aðferð sem kennd er við kolefni-14. Þessari aðferð hefur fleygt svo fram á síðustu áratugum að hvert skólabarn hefur nú heyrt um árángra slíkra rannsókna og veit í höfuðdráttum rannsóknaraðferðina. Danir útbjuggu sér svona rann- sóknarstofnun í teingslum við náttúrufræðideild þjóðminjasafns síns og er vinnustofan kölluð Kulstof-14 dateringslaboratoriet. Fyrir tilstilli Jóns Helga- sonar sem vísindamanns og prófessors við Hafnarháskóla var beinið tekið 367
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.