Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 151
Drög að siðfrœði Grettis sögu-
þess héldust furðu óbreyttir fram á tuttugustu öld. En allt um það eru breyt-
ingarnar miklar á sviði menntunar, trúarhátta, stjórnarhátta og afstöðu til
mannlegra vandamála. Vér leggjum annan skilning í hegðun manna en tíðk-
aðist í kaþólsíkum sið, hugmyndir vorar og hugsjónir hafa fjarlægzt fjórt-
ándu öldina til svo mikilla miuna, að margra skýringa er þörf, áður en hægt
sé að átta sig á frummerkingu Grettis sögu til hlitar. 1 þeim hugleiðingum,
sem hér fara á eftir, verður reynt að varða veginn i áttina að gleggra skiln-
ingi á siðfræðilegu inntaki sögunnar.
Grettis saga á það sammerkt með öðrum Islendingasögum, að handrit
geta þess ekki, hver höfundur var, og verðum vér því að leggja sérstaka
stund á að kanna viðhorf manna til mannlegra vandamála á því tímabili,
er sagan var samin. Hér verður margt til glöggvunar, svo sem lagavenjuii
og kristileg fyrirmæli um mannlega hegðun, en umfram allt er það nauð-
synlegt, að sagan sjálf sé lesin í kjölinn, og mega menn ekki láta glepjast
af rómantískum hugmyndum um „fonia hetjuöld“, eins og oft hefur viljað
brenna við. Ritskýrandinn verður að lesa söguna í heild og taka til greina
sérhvert atriði hennar, smátt og stórt, og þegar hann leggur siðrænt mat á
gerðir persónanna, hlýtur hann að gera slíkt í samræmi við þær siðaskoð-
anir, sem voru í gildi, er sagan var rituð.
Þótt Grettis saga sé látin gerast öldum fyrr en hún var rituð, þá ber hún
glögglega með sér, að höfundinum var mikið í mun að lýsa fyrirbærum,
sem hann ]>ekkti af eiginni raun. Hér koma til að mynda fram skýrar myndir
úr íslenzku sveitalífi, svo sem lýsingin á heybandinu á Þóroddsstöðum, er
Þorbjörn var „farinn á engjar að binda hey“ og með honum sonur hans:
„Þar gengur ein mýri ofan úr hálsinum, og var þar á slátta mikil, og hafði
Þorbjörn látið slá þar niikið hey, og var þá fullþurrt. Ætlaði hann það heim
að binda og sveinninn með honum, en kona tók rökin.“ Einsætt er, að slikar
lýsingar bera vitni um reynslu höfundarins, og svipuðu máli gegnir um veð-
urlýsingar hans, einkum vetrarlegar: „Nú tekur Grettir við hrossageymsl-
unni, og leið svo fram yfir jól. Þá gerði á kulda mikla með snjóvum og illt
til jarða. Grettir var lítt settur klæðum, en maður lítt harðnaður. Tók hann
nú að kala, en Kengála stóð á þar, sem mest var svæðið, í hverju illviðri.“
Og svo lýsir höfundur einum aðfangadegi jóla í Forsæludal: „Veðri var svo
farið, að myrkt var um að litast, og flögraði úr drífa, og gnýmikið, og
versnaði mjög sem á leið daginn. Heyrðu menn til sauðamanns öndverðan
daginn, en iniður er á leið daginn. Tók þá að fjúka og gerði hríð um kveldið.
Komu menn til tíða, og leið svo fram að dagsetri. Eigi kom Glámur heim.
373