Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 151

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 151
Drög að siðfrœði Grettis sögu- þess héldust furðu óbreyttir fram á tuttugustu öld. En allt um það eru breyt- ingarnar miklar á sviði menntunar, trúarhátta, stjórnarhátta og afstöðu til mannlegra vandamála. Vér leggjum annan skilning í hegðun manna en tíðk- aðist í kaþólsíkum sið, hugmyndir vorar og hugsjónir hafa fjarlægzt fjórt- ándu öldina til svo mikilla miuna, að margra skýringa er þörf, áður en hægt sé að átta sig á frummerkingu Grettis sögu til hlitar. 1 þeim hugleiðingum, sem hér fara á eftir, verður reynt að varða veginn i áttina að gleggra skiln- ingi á siðfræðilegu inntaki sögunnar. Grettis saga á það sammerkt með öðrum Islendingasögum, að handrit geta þess ekki, hver höfundur var, og verðum vér því að leggja sérstaka stund á að kanna viðhorf manna til mannlegra vandamála á því tímabili, er sagan var samin. Hér verður margt til glöggvunar, svo sem lagavenjuii og kristileg fyrirmæli um mannlega hegðun, en umfram allt er það nauð- synlegt, að sagan sjálf sé lesin í kjölinn, og mega menn ekki láta glepjast af rómantískum hugmyndum um „fonia hetjuöld“, eins og oft hefur viljað brenna við. Ritskýrandinn verður að lesa söguna í heild og taka til greina sérhvert atriði hennar, smátt og stórt, og þegar hann leggur siðrænt mat á gerðir persónanna, hlýtur hann að gera slíkt í samræmi við þær siðaskoð- anir, sem voru í gildi, er sagan var rituð. Þótt Grettis saga sé látin gerast öldum fyrr en hún var rituð, þá ber hún glögglega með sér, að höfundinum var mikið í mun að lýsa fyrirbærum, sem hann ]>ekkti af eiginni raun. Hér koma til að mynda fram skýrar myndir úr íslenzku sveitalífi, svo sem lýsingin á heybandinu á Þóroddsstöðum, er Þorbjörn var „farinn á engjar að binda hey“ og með honum sonur hans: „Þar gengur ein mýri ofan úr hálsinum, og var þar á slátta mikil, og hafði Þorbjörn látið slá þar niikið hey, og var þá fullþurrt. Ætlaði hann það heim að binda og sveinninn með honum, en kona tók rökin.“ Einsætt er, að slikar lýsingar bera vitni um reynslu höfundarins, og svipuðu máli gegnir um veð- urlýsingar hans, einkum vetrarlegar: „Nú tekur Grettir við hrossageymsl- unni, og leið svo fram yfir jól. Þá gerði á kulda mikla með snjóvum og illt til jarða. Grettir var lítt settur klæðum, en maður lítt harðnaður. Tók hann nú að kala, en Kengála stóð á þar, sem mest var svæðið, í hverju illviðri.“ Og svo lýsir höfundur einum aðfangadegi jóla í Forsæludal: „Veðri var svo farið, að myrkt var um að litast, og flögraði úr drífa, og gnýmikið, og versnaði mjög sem á leið daginn. Heyrðu menn til sauðamanns öndverðan daginn, en iniður er á leið daginn. Tók þá að fjúka og gerði hríð um kveldið. Komu menn til tíða, og leið svo fram að dagsetri. Eigi kom Glámur heim. 373
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.