Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 152

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 152
Tímarit Máls og menningar Var þá um talað', hvort hans skyldi eigi leita, en fyrir því að hríð var á og niðamyrkur, þá varð ekki af leitinni. Kom hann eigi heim jólanóttina. Biðu menn svo fram um tíðir. Að æmum degi fóru menn í leitina og fundu féð víða í fönnum, larnið af ofviðri eða hlaupið á fjöll upp.“ Slíkar veðurlýs- ingar eru snar þáttur í frásögninni, og setja þær mikinn svip á allan atburð. Þó tekst höfimdi hvergi betur að ná réttri stemningu en í lýsingunni á viður- eign Grettis við drauginn; sviðið er einnig í Forsæludal, um nótt og snemma vetrar: „Tunglskin var mikið úti og gluggaþykkn. Hratt stundum fyrir, en stundum dró frá. Nú í því er Glámur féll, rak skýið frá tunglinu, en Glámur hvessti augun upp í móti, og svo hefur Grettir sagt sjálfur, að þá eina sýn hafi hann séð svo að honum brygði við.“ Hér er á ferðinni höfundur, sem lýsir ekki einungis því, sem séð verður augum og hlustum heyrt, heldur einnig þeim áhrifum, sem skynjunin hefur: hrolli Grettis við kulsæla hrossa- geymslu og óhugnanlega sýn þessa tunglskinsnótt. Vafalaust hefur höfundur þekkt ýmsa þá staði, sem hann lýsir í sögunni, en þó er hvergi jafnvel á haldið og í lýsingunni á Þórisdail, hugarsmíð höf- Tmdarins sjálfs: „Grettir fór þar til, er hann fann dal í jöklinum, langan og heldur mjóvan, og lukt að jöklum ölltrm megin, svo að þeir skúttu fram yfir dalinn. Hann komst ofan í einhverjum stað. Hann sá þá fagrar hlíðar grasi vaxnar og smákjörr. Þar voru hverir, og þótti honum sem jarðhitar myndu valda, er eigi luktust saman jöklamir yfir dalnum. Á lítil féll eftir dalnum og sléttar eyrar báðum megin. Lítill var þar sólargangur, en það þótti honum ótal, hve margur sauður þar var í dalnum. Það fé var miklu betra og feitara en hann hefði þvílikt séð.“ Hér er sköpuð undarlega lifandi og þó óraun- veruleg mynd af sundurleitum sérkennum íslenzkrar náttúru: dalur, jökull, hverir, grösug fjallshlíð, hrískjarr, á og eyrar. Viðbrögð manna við þessari klassísku lýsingu hafa verið með ýmsum hætti, og er sú einna frægust, er leiðangrar hafa verið gerðir út til að leita að þessum undradal í jöklinum. Lélegri ritskýringu hættir ávallt við að rugla heima skálda við landafræðina og gleyma því, að Þórisdalur gegnir ákveðnu hlutverki í sögunni af útlagan- um og sýnir einnig skapandi lýsingargáfu höfundarins og þekkingu hans á íslenzku landslagi yfirleitt. Þau dæmi, sem hér hafa verið rakin, sýna glögglega, að höfundur Grettis sögu lætur sér annt um að hlíta reynslu sinni, er hann lýsir fyrirbærum í íslenzku þjóðfélagi og náttúru, og er þá komið að aðalviðfangsefni þessarar greinar. Hvernig ferst honum að lýsa hegðun manna og samskiptum? Að hve miklu leyti er hægt að leggja siðferðilegt mat á gerðir manna og hvatir 374
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.