Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 152
Tímarit Máls og menningar
Var þá um talað', hvort hans skyldi eigi leita, en fyrir því að hríð var á og
niðamyrkur, þá varð ekki af leitinni. Kom hann eigi heim jólanóttina. Biðu
menn svo fram um tíðir. Að æmum degi fóru menn í leitina og fundu féð
víða í fönnum, larnið af ofviðri eða hlaupið á fjöll upp.“ Slíkar veðurlýs-
ingar eru snar þáttur í frásögninni, og setja þær mikinn svip á allan atburð.
Þó tekst höfimdi hvergi betur að ná réttri stemningu en í lýsingunni á viður-
eign Grettis við drauginn; sviðið er einnig í Forsæludal, um nótt og snemma
vetrar: „Tunglskin var mikið úti og gluggaþykkn. Hratt stundum fyrir, en
stundum dró frá. Nú í því er Glámur féll, rak skýið frá tunglinu, en Glámur
hvessti augun upp í móti, og svo hefur Grettir sagt sjálfur, að þá eina sýn
hafi hann séð svo að honum brygði við.“ Hér er á ferðinni höfundur, sem
lýsir ekki einungis því, sem séð verður augum og hlustum heyrt, heldur
einnig þeim áhrifum, sem skynjunin hefur: hrolli Grettis við kulsæla hrossa-
geymslu og óhugnanlega sýn þessa tunglskinsnótt.
Vafalaust hefur höfundur þekkt ýmsa þá staði, sem hann lýsir í sögunni,
en þó er hvergi jafnvel á haldið og í lýsingunni á Þórisdail, hugarsmíð höf-
Tmdarins sjálfs: „Grettir fór þar til, er hann fann dal í jöklinum, langan og
heldur mjóvan, og lukt að jöklum ölltrm megin, svo að þeir skúttu fram yfir
dalinn. Hann komst ofan í einhverjum stað. Hann sá þá fagrar hlíðar grasi
vaxnar og smákjörr. Þar voru hverir, og þótti honum sem jarðhitar myndu
valda, er eigi luktust saman jöklamir yfir dalnum. Á lítil féll eftir dalnum
og sléttar eyrar báðum megin. Lítill var þar sólargangur, en það þótti honum
ótal, hve margur sauður þar var í dalnum. Það fé var miklu betra og feitara
en hann hefði þvílikt séð.“ Hér er sköpuð undarlega lifandi og þó óraun-
veruleg mynd af sundurleitum sérkennum íslenzkrar náttúru: dalur, jökull,
hverir, grösug fjallshlíð, hrískjarr, á og eyrar. Viðbrögð manna við þessari
klassísku lýsingu hafa verið með ýmsum hætti, og er sú einna frægust, er
leiðangrar hafa verið gerðir út til að leita að þessum undradal í jöklinum.
Lélegri ritskýringu hættir ávallt við að rugla heima skálda við landafræðina
og gleyma því, að Þórisdalur gegnir ákveðnu hlutverki í sögunni af útlagan-
um og sýnir einnig skapandi lýsingargáfu höfundarins og þekkingu hans
á íslenzku landslagi yfirleitt.
Þau dæmi, sem hér hafa verið rakin, sýna glögglega, að höfundur Grettis
sögu lætur sér annt um að hlíta reynslu sinni, er hann lýsir fyrirbærum í
íslenzku þjóðfélagi og náttúru, og er þá komið að aðalviðfangsefni þessarar
greinar. Hvernig ferst honum að lýsa hegðun manna og samskiptum? Að
hve miklu leyti er hægt að leggja siðferðilegt mat á gerðir manna og hvatir
374