Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Qupperneq 163
aff játa birtingu heilags anda, þar sem þatS
var eina leiðin til að sleppa úr vítískvöl-
um helkuldans. Þannig fer bókmenntagagn-
rýnin með oss: Sá sem ekki getur játað
birtíngu heilags anda í ritum þeim, sem
gagnrýni títlaðra bókmenntafræðinga hef-
ur tíl skýjanna, hann á þær ógnir yfir
höfði sér, að vera útskúfaður úr samfélagi
hinna innvígðu bókmenntamanna og fá á
sig fordæmingu sem steinrunninn fomgrip-
ur. Það kvað skulu þrek tíl að standast
þær ógnanir. Skýrt dæmi um einn slíkan
þrekskrokk er bæjarstjórinn í Neskaup-
stað, og sver hann sig þar í ætt þeirra
Urðarteigsfeðga. Hann las þrisvar sinnum
Kristnihald undir Jökli og viðurkenndi
síðan hreinlega, að hann fyndi aldrei þetta
púður, sem hin bókmenntafræðilega gagn-
rýni hafði notað í sínar púðurkerlingar,
sem sprengdar voru út um allar jorðir. —
Nú vil ég ekki láta þess ógetíð, að ég er
mjög ósammála bæjarstjóranum um gildi
umræddrar bókar eftir Nóbelskáld okkar.
En þar hafði gagnrýnin hjálpað tíl að villa
um fyrir lesandanum, svo sem hún hefur
verið næsta iðin við nú um skeið. Bæjar-
stjórinn leitar í bókinni alls annars en þar
er að finna og finnur svo ekki neitt og
nýtur ekki neins. Hann ætlast tíl, að í
þessu hálofaða verki séu leystir einhverjir
rammreyrðir hnútar, ljósi varpað yfir ein-
hverja dulda þætti mannlegs lífs, vörður
hlaðnar sem vegvísar tíl bjartari lífskjara.
Þá skal maður heldur leita ullar í geitar-
hús en slíkra hluta í bókum Halldórs
Laxness eins og nú er komið. En fleina er
matur en feitt kjöt. Ég tók mér bókina í
hönd ákveðinn að leita ekki neins sérstaks,
en vera reiðubúinn að njóta sérhvers þess,
sem hún bæri mér í hendur. Vissulega
spilltí öll lofgerðarvella gagnrýninnar um
þessa bók og allar vangaveltumar og öll
spekiyrðin, sem enginn heilvita maður fær
nokkurn botn í, þeiiri nautn, sem bókin
Þegar blindur leiðir ...
tílbjó mér. En þrátt fyrir það þóttí mér
hún prýðilegur lestur, fyrsta bók Laxness
nú um mörg ár, sem mér finnst sæmandi
þeim afburðahöfundi. Við syndugir menn
höfum engan rétt til að krefjast þess, að
Halldór Laxness sé sami maðurinn og hann
var fyrir nokkrum tugum ára, en það má
vera okkur mildð fagnaðarefni, að enn
lumar hann á sömu snilldinni sem í gamla
daga. Að mínum dómi hefur Halldór
hvergi náð hreinni heildarblæ en í þessari
bók, nema þá ef vera skyldi í beztu smá-
sögum og svo Atómstöðinni, sem frá upp-
hafi hefur þurft allmikið þrek til að við-
urkenna. Bók þessa las ég með óblandinni
nautn frá upphafi tíl enda, lifði og hrærð-
ist í örlögum persónanna í hinum fram-
andlega heimi, þar sem þær lifðu og
hrærðust. Ég naut þess mikillega að virða
fyrir mér hina fullkomnu jafnvægislist,
sem fólgin er í því að þræða markalínuna
milli heims raunveruleikans og dulheinm
íslenzkrar þjóðtrúar ýmissa alda, svo að
hvergi skeikar. Ekki spillti það ánasgju
minni, að nú um nokkurt skeið hefur mér
virzt sem það væru Halldórs ær og kýr að
hafa bókmenntasnobba þjóðarinnar að leik-
soppi, búa til í hendur þeim nokkuð vafa-
sama hluti til að fá að sjá þá kafa eftír
ímynduðum perlum og demöntum og skrifa
og tala dulrænum og óskdljanlegum orðum
um djásnin, sem þeir þykjast hafa fundið,
en eru alls ekki tíl. Það leynir sér ekld,
að Halldór hefur kunnað að meta ævin-
týrið um nýju fötin keisarans. En með
Kristnihaldi undir Jökli hefur honum tek-
izt hvort tveggja í senn að leika á bók-
menmtasnobbana og gefa okkur listaverk,
sem stórskáldi er sannarlega samboðið.
H.
Það gefur auga leið, hvílík áhrif áróður
bókmenntafræðinganna hefur á þróun bók-
mennta í landinu. Skiljanlega leggja rit-
25 TMM
385