Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Qupperneq 174
Tímarit Máls og menningar
fordæmdur. Sjálf þróun verksins á æfing-
unum kemur leikhúsgestum efcki við, nema
kannsk'i þeim 9em hafa áhuga á að leggja
fyrir sdg leiklist — eða svo vikið sé að um-
ræðuefni okfcar: nema menn ætli að genast
rithöfundar og vilji komast á snoðir um
vinniuhætti Halldórs Laxness. Og mér er
sem ég sjái árangurinn af því! En hvers
vegna eru menn þá sífellt að reka nefið
inn í viranustofuna? Er það einhvers könar
bókmenntaleg gægjunáttúra sem ekyndi-
lega segir til sín þegar skáld eiga í hlut?
Eg hef verið margspurður, hvort ég skilji
Kristnihald undir Jökli. Svarið er: Ég skil
ekki einu sinni spuminguna, bedðraði spyr-
ill. Ég skil ekki heldur lífið, ef út í það er
farið. Né aLheiminn. En ég hef það annars
ágætt, takk fyrir, og kann lífirau í alheim-
inum bara vel — að jafnaði. Ef ég bara fæ
að losna við að lesa langaT ritgerðir utit,
hvers vegna Halldór Laxness eða aðrir
sömdu ekki bókina sem þeir sömdu sem sé
ekki, 'heldur miklu fremur hið gagnstæða.
Hamn hefði náttúrlega átt að skrifa um
Víetnam1. Hvílík vanræksla! Að því er ég
bezt veit, hefur ekki enn verið samið gott
skáldverk lum Víetnam, svo til þess er
vissulega kominm tími. Hann hefði átt að
sýna lit! Auðvitað, það var það sem hann
hefði átt að gera, já. Nú er þess hinsvegar
að gæta, að einmitt þessi maður hefur
reyndar bæði fyrr og síðar flestum öðrum
fremur sýnt lit. Þannig mœtti karanski með
réttu segja, að haran hafi að því leyti lokið
sinni m'anneskjulegu herskyldu; henni hef-
ur hanra gegnt meginhluta aldarinraar. Og
svo er hitt, að fyiÍT utara Víetnam og Bíafra
eru þó til yfirþyrmandi vandamál eins og
mamnfjölgunarsprengingin og mengun
vatns, lofts og jarðvegs! Hvenær hefur sá
góði maður tekið þessi mál fyrir í verkum
sínum? Svar: aldrei. Herstöðvarvandamál-
ið, jú, það hefur hann reyndar tekið til
skáldlegrar umræðu — hann var víst sá
fyrsti sem gerði það; en hefur hann á hinn
bóginn skrifað svo mikið sem eitt ein-
asta skáldlegt orð um væntanlega aðild Ís-
lands að EFTA? Aldrei. Eða með skáld-
legum hætti iagt fyrir landa sína, hvaða af-
stöðu þeir eigi að taka til „stóriðju“ eða
þeirrar yfirvofandi hættu, að einhver er-
lendur stóriðjuhöldur hjóði fram peninga-
lán gegn heimild til að setja á stoín iðn-
fyrirtæki í landinu? Aldrei. Eða skaðvæn
áhrif iðnaðar og fjármagns á hina ísJenzku
þjóðarsál -— að ekki sé minmzt á ferða-
mlamnastrauminn? Aldrei. Hefur þessi
maður ekki tileinkað sér Siði og Vemjur
Stórskálda eða Listina að Sýna Lit?
Augsýnilega ekfci.
I staðinn ver hann dýrmætum árum ævi
sinraar til að skrifa um prest umdir Jökli,
isem er svo óvænlegur til embættisþjónustu,
að jafnvel sjálft kirkjumálaráðuneytið á
erfitt með að notast við hanra, hvað þá guð
almáttugur. Seirani vandinn er að vísu ekfci
ræddur í allri simni breidd, dýpt og hæð;
má vera að höfundurinn hafi ekki verið í
saratbamdi við uppheima.
Spurningin hlýtur fiómt frá sagt að vera
þessi: Er hægt að fyrirgefa höfundinum að
'hann hefur skrifað ofsaskemmtilega bók,
9kemmtilegustu bó'k sem frá hans hendd
hefur komið og ]ang9kemmtilegustu bók í
seinni tíma bókmerantum' Islendinga?
Ilvaða verðmætur sálrænn eiginleiki sfcyldi
nú bíða tjón á því, að menn hlæi svolítið
til tilbreytiragar?
Hér er hið mikla tilefni. Ég hika eldci
við að staðhæfa, að aldrei fyrr hafi Hall-
dór Laxness samið bók sem flóir jafnfjör-
lega yfrá alla bakfca.
En á þá ekld að tafca kímni alvariega?
Jú, vissulega. Mikil kímni er afskaplega
alvarlegur hlutur. Ekki bara fyrir höfrand-
inin, heldur líba fyrir lesandann. Án alvöru
er engin kímni. Sá sem ekki hefur kynnzt
myrkri veit ekki hvað ljós er.
396