Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 183
Erlend tímarit
„Fyirir tuttugu árum drapst þú föð'ur minn,
nú ætla ég að drepa þig“. Annar lögreglu-
þjónn beindi athygli hans að því, að fyrir
tuttugu árum hefði ég varla verið fimm
ára gamall, en hann hélt áfram að æpa:
„Mér kemur það ekkert við, ég drep hann
samt“.
Þá lýsir hinn ungi maður því, hvemig
hann var dreginn út á veröndina1 meðan
svívirðingamar vom látnar dyn ja á honum:
„Móðir þín og eiginkona em hómr, og svo,
við náum í konuna þína og geram svo við
hana það sem okkur sýnist“, og þegar ungi
maðurinn svaraði engu, var hamn kaUaður
kynviliingur. Þegar út á veröndina kom,
var honum skipað að fara úr öllum fötum,
og var síðan bundinn á bekk við vatns-
þrónia,2 með fætuma fram af bekknum og
barinn í iljamar.
„A“ heldur frásögn sinni áfram: „Á
veggnum héngu svipur af öllum gerðum,
úr stálvír, tré og úr leðri. Sársaukinn und-
an höggum þeirra var hræðilegur. Hann
takm'arkast ekki við fætuma, heldur fer
í gegmum allan líkamann og alveg upp í
heila. Ég byrjaði að æpa og kvalarar mínir
spurðu mig þá hvort ég hefði ekki breytt
um skoðun og vildi tala. Ég svaraði, að ég
vissi ekkert og strax aftur var tekið til við
að misþymia mér. Þeir höfðu þann hátt á,
að berja mig í iljamar, án þess að færa
mig úr skónum. Við barsmíðamar bólgna
fætumir, en þá bleyta þeir skóleðrið, svo
skónnir þrengi enn meina að, og sársauk-
inm verður óbærilegur, ofsalegur.
Ég æpti viðstöðulaust; einn þeirra gekk
þá að vatnsþrónni og tók þar tusku, sem
hann bleytti í hlandi og stakk síðan upp
1 Veröndin er orðin algengasti pynting-
arstaðurinn í Grikklandi. Hún er á öllum
stætri húsum, og kanmski sambærileg
þvottaloftum hér.
2 Steinker sem þvottur er þveginm í.
í mig. Og ég verð að játa, að svo þurmar
voru kverkar mínar orðnar af látlausum
ópum, að jafnvel hfandið virtist gott til
þess að væta þær. Ég veit ebki hve langan
tíma aiiar þessar pyntingar tóku, því það
leið yfir mig. Ég rankaði við mér liggjandi
á gólfinu, og hafði ég þá kastað upp. Þeir
ráku þá amdlit mitt ofan í ælmm og mök-
uðu því upp úr henni.
Það var um hálfníuleytið um morguninn
sem þeir báru mig niður í klefa. Þar lá ég
matariaus á beru gólfinu og fékk aðeins
að dreypa á vatnslögg eftir tuttugu og fjór-
ar klukkustundir, en þá var ég aftur borinm
upp á veröndina. I þetta sbipti var það
Karapanaiotis sem stóð fyrir yfirheyrsl-
umni. „Ég hef reynslu af þessum stað og
fyrr eða síðar hafa allir talað. Og það
verður eins með þig.“ Síðan bætti hann
við: „Hvað heldur þú svosem að þú sért?
Við, við hérna höfum orðið að hætta lífi
okkar fyrir hverja einustu gráðu á ein-
kennisbúningnum." Ég svaraði engu. Einm
af þeim, Gavaratis, spurði: „Hvað, er eitt-
hvað að fótunum á þér?“ Ég svaraði ekki,
en var byrjaður að hoppa til og frá því ég
þoldi ekki lengur að standa í fætuma.
Skómir mínir vom allir sprungnir og blóð-
ið úr helbólgnum fótum mínum rann út
á gólfið.
Gefin var þá skipun um að stöðva yfir-
heyrsluna, því gólfið skitnaði ...
Seinna, þegar þeir höfðu leyst mig úr
böndum, klæddu þeir mig úr mærbuxum
og lömdu mig á kynfærin með vírsvipu,
en héldu mér föstum á hárinu. Ég öskraði,
kvalimar nístu mig gegnum merg og bein.
Á eftir vaT ég lagður á bekkinm með höf-
uðið hangandi í lausu lofti.
Hinn ungi maður „A“ var síðar látinn
þola „sviðsetta aftöku“; þvottaefni var
einnig troðið upp í hann, svo hamn
missti allt bragðskyn í marga mánuði.
Honum var haldið innilokuðum í klefa
405