Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 13
Miðöld og nútími í íslenzku. samfélagi Alþingis um stjórn og löggjöf þýðingarlítil. Þingiö starfaði þó áfram sem dómþing, nærri 'því af gömlum vana og því var eklkert eðlilegra, en sú stofn- un væri lögð niður, að dómi þeirra, sem þar um fjölluðu. Það var á allan hátt hentugra að starfrækja yfirrétt í námunda við helztu embættissetur landsins, þar sem var að myndast vísir að bæ. Áhrif kaupauðgistefnunnar voru langæ í Danmörku, log þau áhrif komu gleggst í ljós í tilraunum ríkisstjórnarinnar og Skúla Magnússonar til ný- skipunar í atvinnumálum hérlendis, en seint á öldinni tekur búauðgistefn- unnar einnig að gæta og þar með fylgdi skynsemisstefnan eða upplýsingin. Móðuharðindin urðu til þess að flýta fyrir umsköpun íslenzks samfélags úr miðaldaformi til þeirra tíma horfs, sem hófst með sölu stóljarðeigna og afnámi einokunarverzlunarinnar í orði. Gjaldþrot danska ríkisins snemma á 19. Öld, mikil verðhækkun á lýsi og þá einkum hákarlalýsi, og ævintýra- mennska Jörundar hundadagakonungs, siglingateppa Napóleonsstyrjalda og fréttimar af frönsku stjórnarbyltingunni rufu þá miðaldakyrrð sem ríkti hér í atvinnuháttum og hugsunarhætti. Andlegur sjóndeildarhringur hluta þjóð- arinnar víkkaði fyrir áhrif bókaútgáfu Magnúsar Stephensens og grundvöll- urinn að bættri afkomu var lagður með fyrsta einiokunartaxtanum frá AI- menna verzlunarfélaginu, en samkvæmt honum hækkaði lýsisverð um helm- ing 1764, og hækkaði síðan jafnt og þétt. Hækkun afurðanna gerði mörgum bændum kleift að kaupa stólseignir og linun verzlunarfjötranna og þilskipaútgerð konungsverzlunarinnar 1776 -—1787 varð nokkrum hvatning og fordæmi til kaupskapar og þilskipaút- gerðar um og eftir aldamótin 1800. Nytsemishugvekjur Lærdómslistafélags-ritanna og smábæklingaútgáfa um ýmiskonar land- og sjávargagn fyrir og eftir aldamótin 1800 hvöttu menn til framkvæmda, einnig komu til verðlaunaveitingar frá ríkisvaldinu fyrir ýmsar framkvæmdir. Um verulega fjármagnsmyndun af jarðrentu einni saman var ekki að ræða áður fyrr, og það varð ekki fyrr en með hækkun lýsisverðs og annarra sjáv- arafurða að örla tekur á verulegri fjármagnsmyndun hérlendis upp úr aldamótunum 1800. Fjármagnsmyndunin ýtti undir þorpamyndanir og vísi að bæjum. Þessar breytingar voru mjög hægfara, meðal annars vegna fá- mennis þjóðarinnar, íbúum hafði fækkað á 18. öld, íbúatalan fór þá niður fyrir 40 þúsund þrisvar sinnum. 1801 var íbúatalan 47.240 og fjölgar hægt fram um miðja öldina. Fólksfjöldinn var 59.157 árið 1850 og þá var íbúa- tala Reykjavíkur 1149, en 1801 voru íbúar þar 307. íbúatala annarra þorpa 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.