Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 12
Siglaugur Brynleifsson
Miðtfld og niitími í íslenzku samfélagi
Þrjár stofnanir íslenzku þjóðarinnar voru lagðar niður fyrir og um alda-
mótin 1800, Skálholtsstóll, Hólastóll og Alþingi við Öxará. í stað þeirra var
stofnaður yfirdómur í Reykjavík og biskupsemhættin sameinuð í eitt á
sama stað.
Víða um Evrópu var sú stefna ríkjandi á síðari hluta 18. aldar að selja
eignir kirkna og klaustra, þessi stefna fylgdi upplýsingunni, frönsku bylt-
ingunni og auknum áhrifum borgarastéttarinnar. Eignir kirkjunnar voru
arfur miðalda og rekstur þessara eigna var víðast á miðaldastigi og tafði
þannig fyrir og 'hefti kapítalískan rekstur í landbúnaði. í löndum mótmæl-
enda voru kirkjueignir gerðar upptækar á siðskiptatímunum, en þó átti mót-
mælendakirkjan víða mi'klar jarðeignir og svo var hér á landi.
Starfsemi kirkjunnar hér á landi eftir siðskipti átti fjárbagsgrundvöll sinn
í tékjum af jarðeignum, afgjöldum af jörðum og leigum eftir kúgildi. Tekjur
þessar höfðu rýrnað mjög frá því síðast á 17. öld og fram á síðari hluta
18. aldar og með Móðuharðindunum kastaði tólfunum. Með þeirri óáran,
sem þeim fylgdi, brast fj árhagsgrundvöllur biskupsstólanna.
Áður en þessi ósköp dundu yfir hafði fjárpestin valdið mikluin fjárhags-
erfiðleikum, en eftir Móðuharðindin var um hrun að ræða. Búféð féll, mann-
fellir fylgdi og landsikj álftar sáu fyrir því að fella þá húskofa, sem enn stóðu
uppi í Skálholti. Ástandið norðanlands var litlu betra, tekjur Hólastóls höfðu
stórrýrnað eftir Móðuharðindin og þar gætti hallærisins engu minna en
sunnanlands.
Biskupsstólarnir höfðu um aldir verið höfuðmenningarstöðvar þjóðarinn-
ar, þótt áhrif þeirra sem slíkra tækju að dvína þegar kemur fram á 18. öld.
I stað þeirra eykst þáttur höfuðborgar danska ríkisins, sem höfuðstöðvar
íslenzkrar menningar. Þar voru geymdar flestallar heimildir að sögu þjóðar-
innar, öll 'beztu miðaldahandritin og þar var æðsta menntastofnun íslend-
inga. Með auknu konungsvaldi eftir 1689 og enn auknum afskiptum kon-
ungs og tilraunum til þess að rétta hag landsmanna á 18. öld, varð hlutdeild
106