Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 46
Tímarit Máls og menningar
Þar var hann, flinkasti innanbúðannaðurinn í bænum, hann Magnús, sem
var Kjaran og kvennatál.
Svo skoðuðum við brossíur hjá Dalhoff, en keyptum enga, þær voru svo
dýrar.
Hjá Henningsen litum við á bi'llegu stumpasissin.
Hjá Zimsen keyptum við ballanslampa, kareflu, döslag og stufkúst. Auð-
vitað allt „sama sort og Zimsen brúkar sjálfur".
Hjá Jensen keyptum við með kaffinu, brúsíulengju, vammbakkelsi, búttu-
deisvínibrauð, sigtibrauð og þrumara.
Síðan fórum við til Frederiksen og keyptum ket í hassé, friggasí og kar-
bónaði. Munið þið eftir tröppunum? „Halsbrækkende erindring!“
Svo fórum við til Jóh. Hansens enke og keyptum vaskastell, plattmanasíu,
en behollarinn sem mömmu vantaði, fékkst ékki, svo við máttum lamma
okkur inn allan Laugaveg, og fengum hann loks hjá Jóni á löppinni. Þá
mundi mamma, að hana vantaði Glaxó, og ég eins og píla til Stínu strau.
Hún stífaði alla presta landsins, prestakraga, meina ég.
Glaxóin, það var nú mjólk í lagi, dísæt, svo maður gat alveg sparað sér
sykurinn í kaffið, en það fékkst reyndar enginn sykur, ekki þó leitað væri
með logandi ljósum um allt landið!
Svona gekk það til í gamla daga, þetta mátti maður hafa, veskú! og lifð-
um það af ...
Við óðum heldur ekki í kúamjólkinni, mömmu tókst kannski að kría út
hálfpott, á vegamótum hjá Gunku, ef hún var þá ekki búin að taka hana
frá handa höfðingjunum, kerlingarálftin ...
Loksins vorum við búnar að verzla, mamma fór heim, en ég fór til Bern-
höft og keypti mér gunsusnúð, og til Leví og keypti slikkerí fyrir 10 aura.
140