Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 57
Snjómokstur
baldi luntalega: Það var líka eins gott fyrir þig!
Þeir moka um stund þegjandi.
lÍkafrón hóstar ögn til að draga að sér alhygli: Þú varst að spyrja mig áðan,
hvort ég heyrði eittíivað?
Þögn.
baldi : Var ég?
líkafrón: Já, þú spurðir á þá leið.
baldi : Mér sýndist það.
líkafrón : Ég var líka að hlusta. Já, ég var að því. En ég heyrði ekki neitt.
Bara marklaust suð fyrir hægra eyranu. Stutt þögn. Hann er hér ekki!
baldi : Hver?
líkafrón: Drottinn. Hann hefur ekki talað við mig síðan í gærmorgun. Við
erum uppá kant.
baldi : Það kemur mér ekki við!
líkafrón: Nei, ég er ekki að segja það.
baldi : Af hverju eruð þið uppá kant?
líkafrón: Það var dálítið sem honum mislíkaði við mig.
baldi: Jæja!
lÍkafrón: Ekkert stórvægilegt. En honum þótti víst við mig! Hann hefur
ekki talað við mig siðan.
BALDI: En hann gat talað við þig til að heimta að þú gæfir hús!
líkafrón: Húsið? Það var nú ekki bara húsið!
baldi: Nú?
líkafrón : Það var allt sem ég átti, hæði laust og fast!
baldi : Og þú gafst það allt?
LÍkafrón: Ég gat ekki annað. Hann heimtaði það. Ég yrði að gefa upp
minn síðasta pening, sagði hann, ef ég vildi fylgja sér.
baldi : Það var ekki lítið!
líkafrón: Nei. Það fannst mér nú reyndar sjálfum líka. Stutt þögn. Satt að
segja leizt mér ekkert á blikuna, þegar þetta kom upp hjá honum. Stutt
þögn. Ég lét svona í veðri vaka fyrst, að ég tryði þessu tæplega, þetta gæti
varla verið nauðsynlegt, hélt ég. En honum varð ekki haggað. Hann stillti
mér upp við vegg. Þar var bara „annað hvort — eða“ hjá honum. Og þá
lét ég undan.
baldi : Hann hefur narrað útúr þér allt sem þú áttir.
líkafrón: Ekki narrað!
151