Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 27
/ Gömlu Reykjavík
skoða í gluggann hjá frú Meinholt, nú, það er Lilla og Sigga í Barna, tímu-
grúturinn sem á gloríakúnst og þykist ekki mega lána þá.
Hvernig væri að gera sér eitthvað til gamans, drauja sér í Hljóðfærahúsið
og vita hvort þær eru ekki að spila á fóninn núna Helga og þær.
Þarna er einhver þvengj alengj a, Thoroddsen, sýnist mér, til nefsins, ekki
kannski langt frá Hlj óðfæra'húsinu, sj á strákinn! í matrósafötum ...
Bara kellingin, ég meina hún frú Friðriksson sé ekki við, sem ætlar að
drepa mann með augunum ef maður kaupir eldcert. Hún er annars afskap-
lega dönnuð og dönsk manneskja, og músíkölsk, enda hlaut hún „afar þekki-
legt uppeldi eftir nótum og hljóðfæri“ derude i Frejas sal.
„Sonja, Sonja, stjerneöjne har du ...“ Hvað ætli komi najst? „Du gamle
máne“.
„Máne er du virkelig min ven, mánen gár aldrig i seng“.
Ó! „For sidste gang mödes vi to, jeg elsker dig du var mig tro ...“
Þær voru það ekki allar í þá daga. Því miður.
Kæru orðabókarmenn.
Hvert sinn sem ég hlusta á erindin ykkar, langar mig til að geta lagt eitt-
hvað af mörkum til orðabókarinnar. Ykkur er hugleikið að bjarga frá
gleymsku gömlum orðaforða, sem á undanförnum áratugum hefur skolað
burt, undan þunga nýsköpunar og málvæðingar. Nú á dögum væðast menn
öllum hlutum, á jörð, undir og yfir. Markviss málvæðing spannar landið,
allt frá fimmmínútnaskömmtun niður í doktorsritgerðir. Nú ætla ég að
bregða mér aftur í tímann og vita hvtort ég get ekki seitt fram gamlan orða-
forða sem ég hef fyrir löngu varpað fyrir róða, og má mikið vera ef ég
luma ekki á nokkrum gullkornum islenzkrar tungu, enda þótt ég sé ekki
skroppin út úr Hólum og Skógargerðum þessa lands, heldur kreist upp á
Mölinni, en það er svo rart, að nokkurntíma sé minnzt á höfuðstaðinn í
þessari veru yldkar orðabókarmanna. Má það ekki vansalaust teljast.
Fyrst verða fyrir mér leikir okkar barnanna, en þið eruð einmitt á hött-
unum eftir þeim um þessar mundir. Værum við nógu mörg, var farið í
kýluboltaleik, stórfiskaleik, skessuleik, eitt strik og sto, og allt mögulegt.
Strákarnir voru í klink og stikk, skoppuðu gjörð og brunuðu á rúllunum
og hrekktu. Við stelpurnar sippuðum, fórum í danskan og parís, drullumall,
búðarleik og mömmuleik, og eins og vant er, þegar mest var gaman, var
kallað í mann til að passa.
121