Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 7
Hönnun na jnkunnra byggtSarlaga
hönnunar sérfræðinga í opinberri þjónustu. Héraðsbúar hönnuðu það sjálfir
í krafti þess lærdóms, sem þeim veitti reynsla margra alda erfiðrar lífsbar-
áttu, fyrst fyrir líftórunni í hennar frumstæðustu mynd og síðar æ meir
fyrir þæginda- og menningarríku lífi. Kaupfélagið er sameiginleg geta Austur-
Skaftfellinga til meiri háttar framkvæmda þeim til hagsbóta. Það tekur við
sparifé þeirra til ávöxtunar, og það fá þeir aftur og meira til, þegar mest
á ríður, annars eru aurarnir þeirra í þjónustu sameiginlegra átaka eða ein-
staklinga, sem meir þurfa á þeim að halda þá og þá stundina. Það sem á
vantar, að Kaupfélagið geti veitt fé til aðkallandi verkefna, fær það í ein-
hverri bankahöllinni í öðru héraði, því að það vita allir, að það litla félag
reisir sér ekki hurðarás um öxl, og það hefur ekki lagt í vana sinn að gefa
út ávísanir, sem engin innstæða er fyrir. Til Kaupfélagsins fara héraðsbúar
með vandamál sín stór og smá. Og það varð einingartákn þeirra svo til
sjávar sem til sveita. Samtvinnan þessara tveggja bjargræðisþátta hafði um
allar aldir verið haldreipið í lífsstríði kynslóðanna. Kaupfélagið varð höf-
uðstoðin eignalausum fiskimönnum, bæði með lánum úr mörgum sjóðum
sínum og útvegunum úr bankahöllum í fjarlægum héruðum. Og þannig er
upp kominn sá sjávarútvegur ásamt vinnslu sj ávaraflans, sem aldrei kemst
í dálka blaða eða aðrar fréttalindir samfélagsins öðruvísi en með björtu
yfirbragði, hvers konar kólguklakkar og dimmviðri sem grúfa yfir fréttum
af sams konar starfrækslu í öðrum héruðum landsins.
5.
Og þá er næst að snúa sér að því, hvar í muni liggja leyndardómur þess-
arar farsælu afkomu. Eru mið svona miklu betri hér en alls staðar annars
staðar? Eru gæði fisksins meiri í bugtum Lóns og Mýra en í öðrum sjóum
við strendur landsins? Er aðstaða hér sérstaklega ákjósanleg til að komast
á sjóinn? Eru Hornfirðingar meiri aflaklær en allir aðrir íslenzkir sjómenn,
sem þó eru upp til hópa mestu aflaklær í heimi?
Þessu er til að svara í fyrsta lagi, að skilyrði til að komast á miðin eru
í lakara lagi, að vísu er jafnaðarlega stutt að fara, en flest myndu þau fiski-
þorpin á Austfjörðum vilja borga það með nokkurra mílna siglingu að vera
laus við þann þröskuld, sem Hornafjarðarós getur verið, og langt er til
næstu hafna, ef Ósinn bannar inngöngu, þegar komið er úr veiðiför. En
það hygg ég, að fiskur sé nokkuð árviss og um ýmsar tegundir að ræða,
sem henta ýmsum árstímum. Og ekki dreg ég í efa, að góðir sjómenn muni
101