Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 21
Miðöld og nútími í íslenzku samfélagi
höfn með fyrirlestrum Brandesar 1871. Vöxtur iðnaðarborga, ill kjör verka-
fólks, kenningar Marx og Engéls og trú manna á vísindi og framfarir urðu
kveikja þessarar stefnu. Þessi stefna var félagslegri heldur en rómantíkin
og minnti um margt á skynsemisstefnu 18. aldar. Hérlendis gerðu fyrstu
fulltrúar stefnunnar harða hríð að kirkju og lderkum, þjóðfélagslegu rang-
læti, hræsni iog uppgerð. Um sumt minna verk raunsæisstefnunnar hér
á landi á hina klassísku heimsósóma fyrri alda og þótt þeir hneyksluðu marg-
an með bersögli sinni, þá féllu rit þeirra í góðan jarðveg og höfðu talsverð
á'hrif, einkum þegar kemur fram yfir aldamótin 1900. Um það leyti dregur
einnig að því, að Reykjavík tekur við af Kaupmannahöfn sem menningar-
miðstöð þjóðarinnar. Heimastjórn, síminn, sem tengdi ísland útlöndum og
stórhættar samgöngur og nokkru síðar stofnun háskóla gerði höfuðstaðinn
að inenningarhöfuðstöð landsmanna. Forsenda þessa alls var stóraukinn
sj ávarútvegur eftir aldamótin og togaraútgerð, en þar með hófst vélvæðing
sjávarútvegsins. Einn vottur þessarar breytingar var flutningur Bókmennta-
félagsins frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur 1911.
Með kviknun horgarastéttar, auknu sjálfræði og atvinnurekstri nútímans
mjókkaði stöðugt það bil, sem verið hafði milli íslenzks samfélags og bók-
mennta samtímans, og um og eftir aldamótin 1900 höfðu Islendingar tekið
upp Evróputíma, enda var þá fremur skammt að bíða þess, að blómaskeið
hæfist í íslenzkum bókmenntum í tengslum við alþjóðlega stefnu, en reisn
þeirra hefur alltaf verið mest þegar slík alþjóðleg tengsl, trúarleg eða póli-
tísk, hafa verið hvað nánust og íslenzk skáld og höfundar hafa lifað sína
tíma og tjáð þá með tungutaki samtímans, sbr. bókmenntir 13. aldar, 17.
aldar og 20. aldar.