Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 28
Timarit Múls og mcnningar
Leikirnir voru auð'vitað miklu fleiri, en þegar ég fer að hugsa um þá, eru
á því ýmsir annmarkar að festa þá á blað.
Hugsið ykkur ef fyrsti leikurinn væri: Á ég að gefa þér gott, skítt í pott!
eða, Á ég að gefa þér gott, farðu upp á loft og skítt í hálfanannan! kopp,
og þaðan af verra!
Hvað myndi það segja í Reykvíkingafélaginu, það úr Miðbænum, þegar
það heyrði þetta í útvarpinu. „Nej den er for tyk!!“
Kannski hefur þetta gengið svona til í Skuggahverfinu, Þinghollunum,
Bjarnaborg og Pólunum, já, og í Austurbænum eins og hann leggur sig alla
leið inn að Norðurpól, og lengra ef Tunga er talin innanbæjar.
Vera má einnig í Grjótaþorpinu, Kaplaskjólinu, Selbúðum, Hólavelli,
Holtinu og Melunum.
En í Kvosinni!!
í öðru lagi er mér ótamur orðalistastíll, og vísast að ýmislegt flyti með
sem ekki kemur „mál við Pál“, ekkert líklegra en öll familían, — „Forsjónin“
„Mín kona“ „Skammirnar" „Góða stelpan“ hennar ömmu, og „ég“, — væri
komin í spilið, áður en ég vissi af ...
„Forsjónin“ var ekkert lamb að leika við, það viðurkenni ég, en æði oft
birtist hann þegar „leikurinn“ stóð sesm hæst.
„Mín kona“ hafði reyndar annað að gera en leika sér. Átti í „eilífu stríði“,
eins og aðrar mömmur með „Skammimar“ sínar, en ósjaldan í návígi við
leiki.
Erfitt verður að skilja ömmu frá leikjunum, sem alltaf var að leika sér,
og leika ...
Náttúrlega var hún með sokkbolinn dinglandi, seint og snemma, en ég sá
ekki betur en prjónarnir dönsuðu eins og við í „Með 'höndunum segjum við
klapp, klapp, klapp, með fótunum segjum við stapp, stapp, stapp, einn, tveir,
þrír, eitt ofurlítið spor, já einmitt á þennan ’hátt er leikur vor“. Hún skemmti
sér líka konunglega við að sandskúra stigann hjá sér og snjakahvítu þrösk-
uldana.
Allt upp á hrósið, nema hvað ...
Eða skemmtitúrarnir hennar út um allan bæ á gljáburstuðum sauðskinn-
skónum.
Amma var svo „fín“, af því hún hafði verið þénandi hjá Sjerbekk, og
part úr vetri hjá Stephensenssystrum ... Það fór ökki framhjá neinum.
Aldrei var hún skottuklædd. Húfan var föst við hana, 'held ég, en sjallaus,
þegar gott var veður, með dúlksvuntu, og skakka yfir dagtreyjunni.
122