Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 77
Rœða á aldarajmœli Leníns
leiÖis til endanlegrar niðurstöðu. Enginn hefði heldur verið fær um að út-
skýra og auka við hana á þann hátt sem Lenín gerði.
Lenín stofnaði það sem í byrjun var þekkt sem Rússneska sósíalíska lýð-
ræðið og síðar varð Bolsévíkaflokkurinn, en loks Kommúnistaflokkur Ráð-
stjórnarríkjanna. Raunverulega lagði hann hyrningarsteininn að skipulaginu
og hreyfingunni.
Þróun stjórnmálalegrar og byltingarsinnaðrar hugsunar naut innblásturs
frá skapandi athöfnum Leníns í svo ríkum mæli, að hann hlýtur að teljast
hugur og hjarta þeirrar byltingarhugsjónar, hreyfingar og flokks.
Fáar eru þær framkvæmdir, og kannski alls engar af stjórnmála tagi,
sem notið hafa að jafn miklu leyti gáfna og hugsunar eins einstaks manns.
Við skilgreiningar var Lenín óþreytanlegur og eljumaður svo af bar. Elcki er
ofmælt að segja, að frá þeirri stund sem gildi stjórnmála varð 'honum ljóst,
hafi hann aldrei slakað á til endadægurs, ekki linnt á útskýringum, rann-
sóknum og starfi í þágu byltingarinnar.
Enginn stríðsmaður hefur nokkru sinni átt í eins mörgum hugsjónaorrust-
um og Lenín. Undravert er það hversu marga hildi hann háði á vettvangi
hugsjóna. Ekki er anná'll hans að þessu leyti heldur sambærilegur við nokk-
urs annars manns, sem ávann sér sæmd fyrir sakir einstæðra afreka.
Marx komst svo að orði, að með tilkomu þjóðfélags án arðræningja og
arðrændra, hins kommúníska þjóðfélags, segði mannkynið skilið við forsögu-
skeið sitt. Þetta kann að hljóma sem slagorð eitt, og við skulum hugleiða og
reyna að skilja við hvað Marx átti. Svipumst um í veröld nútímans. Minn-
umst þeirrar ótrúlegu villimennsku, sem átt hefur sér stað fyrir ekki ýkja-
löngu, þess tíma þegar fasisminn hafði svælt undir sig mestanpart Evrópu.
Og horfumst í augu við þá ótrúlegu villimennsku sem framin er þessa stund-
ina gagnvart þjóðum Víetnams, Laos, Kambodju, í Asíu, Afríku og annars
staðar. Meginþorra nútímatækninnar hefur verið beitt gegn manninum, hún
er notuð til þess að farga þjóðum og eyðileggja verk þeirra, svipta þær rétt-
inum til að Iifa, rétti til lágmarks lífsgleði.
Lenín hélt á loft marxískri kenningu andspænis sérhverri blekkingu, rang-
færslu og útúrsnúningi. Hann hóf hana á loft og sýndi hversu hárrétt hún var.
Sögulegar staðreyndir hafa sýnt fram á, hve allar þær stefnur sem Lenín
andæfði leiddu til kreppu í byltingarhreyfingu hinna ýmsu landa Evrópu,
til ósigurs og til svika við hreyfinguna.
Varla er nokkur kafli aðdáunarverðari en sá, hvernig Lenín hélt uppi vörn
fyrir hugsun byltingarinnar.
171