Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 22
Rainer Maria Rilke
Þrjú ljóð
Ungar sveinn
í draumum er ég einn af þeim, sem greitt
á ólmum hestum þeysa um nótt í flokkum
með tendruö blys, sem fjúka lausum lokkum
líkust, er reið með storrn í fang er þreytt.
Og fremst vil ég í stafni standa í för
stór, einsog dimmur fáni, er skikkjan slær
skuggum, en yfir gullnum hjálmi hlær
hviklátur glampi. Að baki mér á knör
raða sér tíu tals, með augu snör
og myrk sem ég, og skyggndir hjálmar hvika
við 'húmið, varpa ljóma, sortna, blika.
Einn mér til hægri handar vekur glaum
úr horni fáðu, lætur tóna bjarta
ryðja sér fast til rúms um náttauðn svarta,
við rjúkum fram svo hratt sem gegnum draum.
Húsin að baki falla á kné, og krepptir
krókbeygðir stígar teygjast okkur gegn,
hver völlur flýr, við hleypum hraðar eftir,
og hófablakið kliðar einsog regn.
Kona og örlög
Sem konungur á veiðum gálaust velur
það vínglas sem er hendi næst í svip,
og einsog sá sem átti glasið, felur
með alúð frá þeim degi slíkan grip,
116