Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 15
MiSöld og nútími í íslenzku samfélagi
Eins og áffur segir flýttu Móðuharðindin fyrir þessum breytingum, en við
fyrri &tjórnaraðstæður og stefnu hefði engin breyting orðið, samfélagið
hefði jafnað sig aftur í sinni fornu gerð. Kveikjan að breytingunum var
ný stjórnarstefna í Danmörku og áhrif upplýsingarinnar þar og á ýmsa
forustumenn íslenzka. Stjórnarstefnan tekur að breytast í Danmörku um
1784, átthagafj öturinn var leystur af dönskum bændum 1788, einokunin er
afnumin hérlendis 1787 og öll stefnan miðaði í átt til borgaralegs samfélags
19. aldar. í Danmörku höfðu bæimir og þá einkum Kaupmannaböfn verið
menningarmiðstöð um aldir, dönsk borgarastétt var gróin og samvaxinn
þáttur dansks samfélags og blaut því að taka við og var að nokkru tekin
við blutverki aðalsins sem ríkjandi stéttar. Hérlendis tekur borgarastétt að
vaxa úr grasi í upphafi 19. aldar og áhrif hennar til mótunar á samfélaginu
voru þá svo til engin, það gerðist ekki fyrr en undir næstu aldamót. Danskt
umboðsvald og íslenzkir embættismenn móta hérlendis stefnuna og þegar
kemur fram á 19. öld tekur mjög að gæta sjálfræðisbaráttunnar til mótunar
á bugi íslenzkra menntamanna í Kaupmannaböfn, en þar fór sú barátta
fram. Hér á landi var eins og komið var enginn jarðvegur fyrir sjálfræðis-
pólitík, félagslegar forsendur skorti. Það er eftirtektarvert að helztu stuðn-
ingsmenn Jóns Sigurðssonar í sjálfræðisbaráttunni voru efnaðir útvegsmenn
og kaupmenn á Vesturlandi, þeir skildu fyrstir ásamt íslenzkum námsmönn-
um í Kaupmannahöfn hvar skórinn kreppti. Jón Sigurðsson báði baráttu
sína undir merkjum evrópskrar, sérstaklega enskrar frjálslyndisstefnu, sem
var stefna borgarastéttarinnar.
Vaxtarbroddur þeirrar stéttar ‘hérlendis studdi því baráttu Jóns Sigurðs-
sonar manna bezt. Þótt flestir námsmenn í Kaupmannahöfn fylgdu auknu
sjálfræði þjóðarinnar, þá var það á mismunandi forsendum. Rómantíkin
kom þar til sögunnar, fornaldarhugmyndir, sem bæði voru ættaðar frá Egg-
ert Ólafssyni og þýzkum rómantíkerum hrundu nokkrum 'hluta þess hóps til
pólitískra draumóra um endurvakningu þess, sem þeir töldu hafa verið
glæsta fornöld hérlendis. Hliðstæða við miðaldadýrkun þýzkra rómantíkera.
Gleggsta dæmið um þessa skiptingu var afstaða til þingstaðarins. Róman-
tíkerar vildu þing á Þingvelli, en Jón Sigurðsson taldi að efla bæri sem mest
höfuðstað landsins í Reykjavík, og þar skyldi þingið háð. Stefna Jóns Sig-
urðssonar, frjálslynd og umbótasinnuð var arfleifð frá upplýsingunni, og
kröfur 'hans voru reistar á kröfum frjálslyndrar borgarastéttar, því höfðu
þær svo lítinn bljómgrunn framan af meðal meginhluta landsmanna hér-
lendis, hverra tími var miðaldir, og engu meiri hljómgrunn hlutu ljóð og
109