Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 11
Hönnun na fnkunnra byggðarlaga
Mýramanna sem tákn eða dæmi þess anda, sem er rótgróinn í byggðinni
og ríkjandi í skiptum héraðsbúa. Þótt aSstæSur sníSi útgerSinni þann stakk
aS verSa aS bjargast viS tiltölulega smá fiskiskip og þar af leiSandi mörg
meS litlar áhafnir, þá munu sjómennirnir og útgerSarmennirnir hafa þaS á
tilfinningunni, aS þeir eru allir á einum báti. ÞaS hefur veriS sveitlæg til-
finning á þessum slóSum kynslóS fram af kynslóS, og sú tilfinning hefur
ekki aSeins veriS líf héraSsbúa, heldur einnig yndi. Þar hefur aldrei eins
dauSi veriS annars brauS, og mótsetningar stéttaþjóSfélagsins hafa enn ekki
náS aS festa rætur í samlífi þeirra. íbúar Hafnar gleSjast sameiginlega yfir
hverju því, sem heyrir til uppbyggingar, hvort þaS er félagsheimili eSa
frystihús, hótel á heimsmælikvarSa eSa kirkja. Gagnvart einni byggingu
varS ég var viS tortryggni. ÞaS er stóreflis bankahús, sem nú er í byggingu,
gert af ærnum efnum. Einn borgarinn trúSi mér fyrir því, aS tilkoma þessa
húss veitti sér engan fögnuS, öSru nær. Og hvaS var þaS svo, sem honum
stóS stuggur af? Hann vissi þaS ekki. En þetta hús var honum eitthvaS af
öSrum heimi en aSrar byggingar á Höfn, þaS var eins og honum fyndist
þaS myndi geta truflaS þá þróun, sem þetta fagra og farsæla þorp hafSi
lotiS til þessa. Á óljósum hugboSum er lítiS aS byggja, og viS skulum vona,
aS í þessu efni sé ekkert mark á þeim takandi.
105