Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 33
/ Gömlu. Reykjavik
kona“ að hún væri lunkin með að ala upp í þeim ódöngunina, og hvað
gerði hún ekki, þegar hún var húin að skamma þá! Nú skulum við geta gátur.
Hvað er það sem úti frýs, fyrir utan sjálfa paradís? Ráðningin kom á svip-
stundu, fagnandi ...
„Illa liggur á henni, enginn sefur hjá henni, hann er farinn frá 'henni,
fólin sem var ... Iss!“ Amma, komdu í klof! Aldrei gátu þeir sagt keriingar-
klof, það er ekkert ljótt, það er leikur.
Stundum fór ég til ömrnu, af því ég fékk gott eða aur. Þar var stöðugt
rennirí, hinir og þessir, karlar og konur.
Góðan daginn! Gakktu í bæinn. Loksins hitti ég þig, ég er búinn að koma
. . . Nú varð amma hlessa . .. Eg sem sit alltaf í sama rassfarinu. Hún trúði
þessu sjálf!
Brúklegt er veðrið, mælti vinurinn, og stjórnlaust fiskirí, hefur það úr
bréfi frá fanggæzlu sunnanað, svo gamlir menn bígera skipstapa, með ótal
dæmum úr manna ininnum.
Svo var skrafað, satt og logið. Löngum var sneitt að landssjóðshítinni.
Vinirnir áttu ekki orð í eigu sinni.
Þá dádéraði arnma gjarnan í úlfaldagripinn hans Clausens í Stykkishólmi,
merina frægu sem át hefilspæni og sk... plönkum. Akkúrat öfugt væri
farið mataræði landssjóðs.
Svo var þetta, svo var hitt, svo kom annar, svo kom kaffið. Þá kom amma
auga á „angaskammarskarnið sitt“. „Hver ansinn Morten Hansen, ertu þarna
ennþá, ræfillinn minn“, og stakk silkibrjóstsykri, Bismarck og kónginum
í svuntuvasa minn.
„Gefðu þeim með þér“. Aldrei vissi ég hverjum, en ég gaf, ef ég hitti ein-
hverja sem gaf mér, þegar hún átti. Eg rölti heim á leið, en skipstapinn
þeirra, ef uppá kemur, verður afgreiddur sem fyrr með „vísdómi“ því gúm-
bátur og línubyssa eru ekki komin í málið.
Þarna er þessi sem á alvöru sipputó. Viltu býtta á brjóstsykri, og lofa
mér að sippa eina bunu.
Ég á bara snæri með hnút á endanum.
Allir í leik! allir í leik ... Bolta! bolta! Komum í kýlu ... Stærsta
„Skömm“ fékk alltaf að tefla. Það gerðu rosakýlingarnar.
Vææ! við erum inni! Þið eruð úti! Ég má gefa upp! Litlu krakkarnir eru
stikkfrí, eða stikkostikk, eða gull og silfur, eða bara súkkulaði ...
Híum á þau! liíum á þau! Við unnum með heiðri og sóma. Þið töpuðuð
með skít og skömm!
127