Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar
Á ég að segja þér eitt. Hann pabbi þinn étur feitt ... Kona! því læturðu
svona ... Gling, gling gló, klukkan sló, kötturinn pissaði í öskustó ...
„Þetta líkar mér“, amma átti það til að koma aðvífandi þegar við krakk-
arnir vorum í leik. — Fram, fram, fylking ... „að þið leikið ykkur eins og
börn, það held ég maður væri í Bro bro Brille á HólaveUinum hér áður og
fyrrmeir, klokken ringer elleve og kjeseren stár ved sit höje hvide slot, sá
hvidt om kridt, sá sort som kul, fare, fare krigsmænd, döden skal de lide,
den som kommer allersidst skal i den sorte gryde ... Og drengirnir mar-
séruðu ofan Ullarstofutúnið, Tingalingalater tinso'ldater, blymatroser, bom,
bom, bom! ...
Er amma þín dönsk?
Nei, hún er bara Reykvíkingur, frá Skakkakoti ...
Hún amma elskaði dönskuna sína og íslenzkuna sína, alveg jafnt, og söng
við börnin.
Op lille Hans, op lille Hans, op og gá i skole, nej, lille mor, nej, lille mor,
jeg er sá dárlig. Op, lille Hans, op lille Hans, op og slá pá tromme, ja, lille
mor, ja, lille mor, nu skal jeg komme ...
Og líka um hana kisu ...
Kisa mín gamla í króknum lá, kringlóttum augunum gaut þær á, hröð eins
og vindur hún hljóp að þeim, hræddar þær urðu og stukku heim, hú sögðu
mýsnar, hættulegt er rall, heirna er betra en að flækjast á ball.
Mýslugrevin ...
Gerum at! gerum at! Oddur gamli á Skaganum með rauða kúlu á mag-
anum! Oddur gamli á Skaganum með rauða kúlu á maganum!
Ef þú étur næpu, færðu rungandi r... Segðu skilti, þú ert skotin í pilti ...
Segðu kerra, þú ert skotin í herra ... Lítil mús sk .. . í krús, fyrir utan
H. P. Duus.
Gunna, tunna, grautarvömb, gömul prjónaskita, aldrei berst það út í lönd,
að hún gefi bita. Kobbi, Kobbi komdu á land, ég skal gefa þér brauð og hl...
Amma! Amrna! kaffi! það er kominn drekkutími, þú átt að gefa okkur
kaffið, mamma fór yfirum!
Þetta átti nú við hana Vindu ... Hún fór að sýsla um kaffið með ærnum
umsvifum, og „Skammirnar“ nutu lífsins ...
Kaffið amma, strax! kleinur, jólaköku! ekki þennan skonroksdj ....! Röfl
arnma! ... iog þegar sú „næstminnsta“, matargatið, var búin að sporðrenna
þremur jólakökusneiðum, og ömmu mistókst að forða þeirri fjórðu: „Gleyptu
það Gípa“!
128