Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 44
Tímarit Máls og menningar
Þeir gátu ekki einu sinni séð HvaðersvoglattiÖ í frið'i. „Hvað er svo glatt
sem gútemplarafundur“, og einhverja vitleysu .. .
Eins var það með birkilautina, þá voru þeir óðara komnir norður á Borð-
eyri til hennar Siggu með lærin í skónum.
Seinna kynntust þeir svo „Herregud i himlen du som alting ved“, Vest-
mannaeyjaklettinum og „Har du aldrig set min kone“.
Ollu þessu hafa þeir gleymt fyrir löngu, og herramennirnir sem þeir voru
í slagtogi með.
Þó er aldrei að vita, einhversstaðar út í dreifbýlinu, á góðri stund.
Þegar bílarnir komu, var auðvitað sungið í boddíunum „Hann kyssti hana
kossinn einn, kossinn einn“. Enginn getur skrifað alla þá romsu. „Hann
kyssti hana kossa tólf, kossa tólf, hann kyssti hana kossa tólf kossa tólf,
hann kyssti hana kossa tólf, og svo kastaði hann henni fram á gólf, hann
kyssti hana ei meir, hann kyssti hana ei meir, hann kyssti hana aldrei meir .
Hinni langlokunni verð ég Iíka að sleppa. Klukkan eitt að éta feitt, ldukkan
tvö að segja bö ... klukkan níu að skjóta kríu, klukkan tíu að kyssa sveitapíu.
Svona var þetta í Reykjavík. Kannski hefur það verið svona á hverri
krummavík.
„Alltaf róa þeir út á Norsk í andskotans djöfulsins helvíti, alltaf draga
þeir ólman J>orsk í andskotans djöfulsins helvíti, til drottins á ég eina bón
í andskotans djöfulsins helvfti, að bátinn þeirra hann brjóti í spón í and-
ákotans dj öfulsins helvíti ...“
Ekki er þessi sálmur úr Reykjavík ...
Þá er þessum trúnaðarmálum lokið, það fer ekki lengra, þið munið mig
um það.
Haldið þið að þau séu með öllu horfin „Skáld Götunnar“? Það er leiðin-
legt. „Appolló um loft þú líður, Lúnu þína að hitta á Mánabraut."
Það er lika leiðinlegt, að amma skyldi ekki lifa að heyra þetta: Úllen-
dúllendoff tikkilanikoff, koffilani, hikkibani, úllendúllendoff ...
„Hæsingalæsingalondondon! “
Kvenfólkið elskaði föt, þá eins og nú. Mamma sagði okkur frá því, þegar
hún var formiddagspía í Apótekinu hjá Lund, hvað frúin hefði átt mörg líf,
úr öllu mögulegu, siffoni, organdíi, pikki, molli og tjulli, og svo kom systir
frúarinnar frá Kaupmannahöfn, hún Georgía, og fór á Skólaballið með ...
ég má ekki segja það ..., en það var ekki hann Sveinn, í það sinn, og hún
138