Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 61
Snjómolcstur
baldi : Veskú! Stutt þögn. Ég hef aldrei tíma til að' lesa, en það gerir ekkert
til! Það er verra að hafa ekki tíma til að sinna konunni sinni. Þögn. Það
er verra, segi ég!
líkafrón: Já?
baldi : Fyrir konuna! Stutt þögn. Heldurð’ún kvarti?
líkafrón: Það skal ég ekki segja um.
baldi : Nei. En hún gerir það. Hún kvartar. Hún segir: Farðu ekki inn í stof-
urnar, það er svo mikil útilykt af þér! Slutt þögn. Fyndið? Ha?
líkafrón: Ég veit ekki.
baldi : Útilykt eins og af hundunum, ha?
LÍKAFRÓN þegir.
baldi: Hún er tuttugu árum yngri en ég!
líkafrón: Er hún það?
baldi: Tuttugu árum yngri! Hún vill hafa „geim“ i hjónabandinu!
líkafrón: Vill hafa'hvað?
baldi : „Geim“, maður! Þú skilur það?
lÍkafrón : Ójá, kannski.
BALDI: Ég vinn og vinn og vinn . . . Það er -líf mitt og yndi ... að moka svona.
Þögn. Ég segi nú ekki, að ég gæti ekki hugsað mér neitt skemmtilegra! Ég
segi það ekki! En þegar þetta er komið upp í vana, þá gengur það eins og
af sj álfu sér. Maður þarf ékki að hugsa!
LÍKAFRÓN: Ekki það ...
baldi : Nei. En þegar ég á frí einhvern sunnudag og er kominn i 'hvíta
skyrtu, þá hugsa ég samt!
lÍkafrón: Nú?
baldi : Já. Ég hugsa. Ég hugsa: Það er undarlegur mokstur, þetta líf! Og svo
kemst ég aldrei lengra.
LÍKAFRÓN: Keinst ekki lengra ...
baldi : Nei. Og veiztu af hverju? Stult þögn. Þá fer ég alltaf að hugsa um,
hvað ég eigi að hugsa næst! IJlœr. Fyndið, ha?
líkafrón : Ég veit ekki.
baldi : Af hverju ekki?
LÍKAFRÓN: Ég bara veit ekki. Þú talar svoleiðis.
Þögn.
BALDI: Konan mín er ein í íbúðinni allan daginn og vafasamir menn í húsinu,
bæði uppi og niðri.
líkafrón: Nú?
155