Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 78
Tímarit Máls og menningar
Hugsun Leníns hafði stórfelld áhrif á byltingarþróunina á Kúbu. Hug-
myndir hans, sem leiddu Októberbyltinguna, breiddust víðar og víðar um
heim og hlutu frjóan jarðveg í okkar landi, fundu þar fylgjendur sem nutu
innblásturs frá hugsun hans. Kúbans'kir byltingarmennn voru stórlega undir
áhrifum lenínskrar hugsunar í byltingarátökum áranna 1930 og 1933.
Verk Leníns voru leiðarvísir og boðorð og handhók sumra okkar, sem ella
hefðum verið sneyddir bráðnauðsynlegri þekkingu á framkvæmd byltingar.
Við minnumst þess, að mánuðina á undan 26. júlí-atburðunum 1953 báru
flestir okkar í hinum fámenna hópi byltingarmanna jafnan á sér bækur eftir
Marx og Lenín. Sumar þessar bækur voru gerðar upptækar af lögreglunni við
rannsóknirnar eftir Moncada-atburðina, vegna þess að þær voru eftir Lenín.
Við Moncada-réttarhöldin kom ein dómarablókin fram með eina sína veiga-
mestu ákæru; hann varpaði fram þeirri spurningu sem við myndum kalla
hina „fáránlegustu“. Hann spurði okkur, hvort bækurnar þær arna eftir Lenín
væru virkilega í okkar eigu.
Kannski hefur þeim verið mest í mun að hanka okkur á einhverju. Hugs-
azt getur það, sökum allra þeirra hleypidóma og alls þess andkommúníska
eiturs sem þeir höfðu spýtt í þjóðina, að viðbættu því, að þeir vildu koma sér
í mjúkinn hjá heimsvaldasinnunum og hljóta frá þeim aukinn stuðning. Á-
sökunin um það að vera kommúnisti var harla algeng, og í mörgum tilvikum
var hún ærið alvarleg með tilliti til þess stjórnmála-andrúmslofts sem þá ríkti.
Ég minnist þess, að við þetta tækifæri gátum við ekki bælt gremju okkar
yfir því, að bóka Leníns skvldi getið á jafn heimskulegan hátt. Sárlega reið-
ur reis ég á fætur og sagði: „Já, við lesum Lenín, og hver sá sem ekki les
Lenín er fáviti.“ Eins og þið munuð skilja, þá var það raunverulega álitið
glæpur að kynna sér verk Leníns.
Af ritum Leníns drógum við niðurstöður sem reyndust ráða úrslitum. Þeg-
ar ég tala um lenínisma, þá á ég að sjálfsögðu við marxisma, grundvallar-
hugmyndir Marx eins og þær voru útskýrðar af Lenín. Einkum ber að nefna,
að Ríki og bylling eftir Lenín útskýrði margar hugmyndir fyrir okkur og
hjálpaði okkur til gleggri sjónar þegar við þurftum að móta okkar eigin
byltingaráætlun og berjast til valda í nafni byltingar.
Þegar við lítum á þá þróun, sem orðið hefur í ýmsum hlutum heims, finnst
okkur jafnan sem fráhvarf frá marxisma og lenínisma komi sérhverjum bylt-
ingarsinna ærið óþægilega í koll. Það kann að hljóma sem þversögn að tala
um þá menn sem láta marxisma og lenínisma lönd og leið sem byltingarsinna.
En í því er engin þversögn fólgin. Byltingarsinna köllum við sérhvern ein-
172