Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 78
Tímarit Máls og menningar Hugsun Leníns hafði stórfelld áhrif á byltingarþróunina á Kúbu. Hug- myndir hans, sem leiddu Októberbyltinguna, breiddust víðar og víðar um heim og hlutu frjóan jarðveg í okkar landi, fundu þar fylgjendur sem nutu innblásturs frá hugsun hans. Kúbans'kir byltingarmennn voru stórlega undir áhrifum lenínskrar hugsunar í byltingarátökum áranna 1930 og 1933. Verk Leníns voru leiðarvísir og boðorð og handhók sumra okkar, sem ella hefðum verið sneyddir bráðnauðsynlegri þekkingu á framkvæmd byltingar. Við minnumst þess, að mánuðina á undan 26. júlí-atburðunum 1953 báru flestir okkar í hinum fámenna hópi byltingarmanna jafnan á sér bækur eftir Marx og Lenín. Sumar þessar bækur voru gerðar upptækar af lögreglunni við rannsóknirnar eftir Moncada-atburðina, vegna þess að þær voru eftir Lenín. Við Moncada-réttarhöldin kom ein dómarablókin fram með eina sína veiga- mestu ákæru; hann varpaði fram þeirri spurningu sem við myndum kalla hina „fáránlegustu“. Hann spurði okkur, hvort bækurnar þær arna eftir Lenín væru virkilega í okkar eigu. Kannski hefur þeim verið mest í mun að hanka okkur á einhverju. Hugs- azt getur það, sökum allra þeirra hleypidóma og alls þess andkommúníska eiturs sem þeir höfðu spýtt í þjóðina, að viðbættu því, að þeir vildu koma sér í mjúkinn hjá heimsvaldasinnunum og hljóta frá þeim aukinn stuðning. Á- sökunin um það að vera kommúnisti var harla algeng, og í mörgum tilvikum var hún ærið alvarleg með tilliti til þess stjórnmála-andrúmslofts sem þá ríkti. Ég minnist þess, að við þetta tækifæri gátum við ekki bælt gremju okkar yfir því, að bóka Leníns skvldi getið á jafn heimskulegan hátt. Sárlega reið- ur reis ég á fætur og sagði: „Já, við lesum Lenín, og hver sá sem ekki les Lenín er fáviti.“ Eins og þið munuð skilja, þá var það raunverulega álitið glæpur að kynna sér verk Leníns. Af ritum Leníns drógum við niðurstöður sem reyndust ráða úrslitum. Þeg- ar ég tala um lenínisma, þá á ég að sjálfsögðu við marxisma, grundvallar- hugmyndir Marx eins og þær voru útskýrðar af Lenín. Einkum ber að nefna, að Ríki og bylling eftir Lenín útskýrði margar hugmyndir fyrir okkur og hjálpaði okkur til gleggri sjónar þegar við þurftum að móta okkar eigin byltingaráætlun og berjast til valda í nafni byltingar. Þegar við lítum á þá þróun, sem orðið hefur í ýmsum hlutum heims, finnst okkur jafnan sem fráhvarf frá marxisma og lenínisma komi sérhverjum bylt- ingarsinna ærið óþægilega í koll. Það kann að hljóma sem þversögn að tala um þá menn sem láta marxisma og lenínisma lönd og leið sem byltingarsinna. En í því er engin þversögn fólgin. Byltingarsinna köllum við sérhvern ein- 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.