Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 91
Um ,Griðastað‘ ejtir William Faulkncr
ur skcrst í verndaff hold siðmenningarinnar
og úr sárinu blæðir myrkri, undirheimi,
villimennsku. Hið óskynsamlega dylst und-
ir hinu reglubundna; villigróðurinn, óvænt,
óróleg ástríða er sett fram sem hrelling
yfirborðsöryggis. Það er alls ekki eins og
margir gagnrýnendur vilja vera láta að hér
sé manni „goðsagnarinnar", hinum „ei-
]ífa“ manni stefnt gegn hinu þjóðfélags-
lega, heldur veit Faulkner að maðurinn er
eitthvað annað og meira en sá, sem stend-
ur við ákveðið vinnuborð, vinnur ákveðið
starf, og kemur frá ákveðinni þjóðfélags-
stétt. Starf liins mikla rithöfundar er sem
sé ekki aðeins fólgið í því að vera sögu-
ritari aldar sinnar, frásögumaður þjóðfé-
lags, lieldur að móta persónur og aðstæður,
sem ná og hafa áhrif út fyrir þá tíma,
sem þær lifa á.
Vandamál ákvörðunarinnar mun alltaf
koma fram, svo lengi sem menn lifa, en
rithöfundar vorra tíma skynja sérstaka
þýðingu hennar nú.
Úr ,£citgeist und Literatur
185