Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar
baldi óþolinmóður: Það veit ég ekkert um!
LÍKAFRÓN stendur ájram og hvílir sig jramá skójluna: Jú, hún hét það. Ann-
ars átti hann tvær konur. Þeir voru báðir giftir, þessir sem komu á undan
mér. Ahra'ham Linooln líka!
BALDI mokar.
líkafrón hugsi: Mér hefur aldrei fundizt það réttlátt.
BALDI háðskur: Nú, var hann ekki að gera þig dýrðlegan í konunni og kenna
þér að meta krossinn! Það var það sem þú sagðir!
líkafrón: Það getur verið. En Abraham, ættfaðir ísraels, átti þó tvær.
baldi mokar.
líkafrÓn: Og ég var ekki að biðja um nema eina.
baldi mokar.
líkafrón: Það er ekki eintóm sæla að vera útvalinn.
baldi mokar.
líkafrón: Hann hefur trúlega aldrei talað við þig?
baldi : Við mig? Hlœr. Hann var góður þessi!
LÍKAFRÓN: Nei, ég hélt það nú líka.
baldi: Af hverju varstu þá að spyrja!
líkafrón: Bara til vonar og vara. Maður getur aldrei verið viss. Ekki þegar
HANN er annarsvegar.
baldi mokar.
líkafrón: Hann er nú ekki alltaf þægilegur.
baldi: Jæja!
LÍKAFRÓN: Mér er sama þó ég segi það núna, úr því hann er hér ekki.. .
baldi mokar.
LÍKAFRÓN í nöldurtón: Hann getur verið meinhorn, þó hann meini gott ...
baldi : Meinhorn?
líkafrón: Ójá. Hann getur verið það. Hann verður að hafa það, að ég
segi það!
baldi : Jæja!
Þögn.
líkafrón hœttir að hvíla sig framá skófluna og jer í staðinn að svipast um:
Heyrðu annars! Þá dettur mér það í hug, núna þegar ég fer að líta í kring-
um mig. Hér er eiginlega ekkert landslag, hara snjór. Vitum við annars
nokkuð, hvar við erum?
baldi: Við erum á vegi. Þú sérð það!
líkafrón: Já, ég sé það. Eg sé að við erum að moka af vegi. En hvar?
164