Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar
baldi: Jæja. Það getur verið að þetta liafi passað fyrir þig, ég skal ekkert
segja um það. En þú ættir að sjá mína, kalli minn! Hún er sko ekkert blá-
vatn! Hún er ihundrað prósent!
LÍKAFRÓN áhugalaust: Það getur verið.
baldi: Það getur ekkert verið, kalli minn! Það ER!
LÍKAFRÓN samsiunandi: Jæja.
baldi : Annars verð ég að segja það, að ég man aldrei greinilega, hvernig
hún lítur út... Ekki þegar ég er svona að heiman frá henni ... Ég get séð
Fíatinn okkar í huganum, alveg greinilega, en aldrei hana ... Hún er
alltaf eins og í þoku fyrir mér ... Ég get séð hendurnar á henni og fæturna
og brjóstin, allt útaf fyrir sig, og það er allt hundrað prósent! En að ég
sjái hana alla í einu og í heilu lagi, það er útilokað, alveg útilokað! Hvern-
ig er það með þig?
lÍkafrón: Með mig?
baldi : Sérð þú þína greinilega og í heilu lagi?
lÍkafrón: í heilu lagi og greinilega? Slutt þögn. Ég skal ekki segja um
það. Stutt þögn. Nei, þegar ég hugsa útí það, þá sé ég hana ekki greinilega.
Það er eins með mig og þig.
BALDi: En þú veizt samt, hvernig hún var?
LÍkafrón: Já, ég veit það ... Og það er mér nóg ... Að hún var svona eins
og hún var. Svona eins og ég var að segja þér. Það var blessun að vita af
henni í salnum í hvert skipti sem ég gekk fram að iðrunarþrepinu, og svo
var hún eins og tært, uppljómað vatn ... þegar sólin skín í gegnum það.
baldi : Og hvað svo ?
líkafrón endurtekur: Hvað svo?
baldi: Hvernig endaði þetta með ykkur?
líkafrón: Ja, endaði ... Það endaði þannig að ég fór. Ég fór, þegar þeir
ráku mig úr hernum.
BALDI: Ráku þig? Stutt þögn. Var það eitthvað útaf stúlkunni?
líkafrón: Utaf henni? Nei. Það var annað. Það var annað sem þeim líkaði
ekki. Það var þetta sem ég hef sagt þér. Ég var sérstak'lega útvalinn með
loforð fyrir sjö þjóðum, en það voru þeir ekki. Og Drottinn talaði við mig
á hverjum degi, en aðeins endrum og eins við þá. Hlakkandi. Og ... og
aldrei við staff-kapteininn! Það var hann sem var mest á móti mér!
BALDI: Hann hefur þá rekið þig?
líkafrón: Nei. Ekki hann einn. Þeir gerðu það allir sameiginlega, leiðtog-
162