Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 97
liafa fyrir reglu að lesa ekki formálana, að
fyrsti þáttur í Landnámu-formála þessarar
útgáfu, §8 Gerðir Landnámabókar (fjórar
blaðsíður), er nauðsynlegur lestur þeim
sem vilja hafa nokkurn veginn fullt gagn
af að lesa Landnámutextana sjálfa (auð-
vitað dugir ekki minna en allur formálinn
ef menn vilja fá það út úr textanum sem
unnt er). Annars er engin ástæða til að
vara neinn við formála Jakobs; honum er
einkar vel lagið að skrifa Ijóst og líf-
lega um efni sem gæti orðið allstrembið
í höndum annarra. Landnámutextunum er
þann veg háttað hér að Sturlubók er lögð
til grundvallar og er allur texti hennar
prentaður, en hinn höfuðtextinn, Hauks-
hók, er því aðeins prentaður að frávik
hans frá texta Sturlubókar séu meiri en
svo að vel fari á að geta þeirra í neðan-
málsgreinum. H-texti er ævinlega prentað-
ur á hægri blaðsíðu í opnu, andspænis
S-texta, og framhald hans (ef nokkuð er)
kemur síðan á næstu blaðsíðu hægra meg-
in í opnu (t. d. byrjar H-texti á 33. bls.
og heldur síðan áfram óslitið á 35. bls.,
en samsvarandi S-texti á 32. bls. og 34.
bls. o. s. frv.). Efst á hverri blaðsíðu er
prentaður stafurinn S eða H (með kafla-
tölum) eftir því hvort höfuðtextinn er úr
Sturlubók eða Hauksbók, og auk þess er
liver kafli merktur bókstöfum og kafla-
tölum (þeim sömu og í Landnámabókar-
útg. frá 1900). Eina undantekningin er
fyrsta blaðsíða og fyrsti kafli textans; þar
er engin merking efst á blaðsíðu og engin
kaflamerking. Ástæðan er sú að fyrsta
blaðsíða er sérstök tilhaldsblaðsíða sem
ekki má óprýða með blaðsíðutölu eða ann-
arri merkingu, og kaflinn byrjar á skraut-
staf og er þar ekki rúm fyrir kaflamerk-
ingu. Fróður lesandi á að vita, að þetta er
S-texti og að hér er látið nægja að tilfæra
neðanmáls orðamun úr H. En vel hefði
mátt geta þessa í neðanmálsgrein.
Umsagnir um bækur
Leifarnar af Melabók eru prentaðar sem
neðri texti við samsvarandi kafla megin-
textans og með heldur smærra letri. En
sökum þess að sú Landnámabók byrjaði
austast í Sunnlendingafjórðungi, en ekki
á landnámi Ingólfs eins og hinar, er byrjað
hér á að prenta 15. kapítula hennar á 111.
blaðsíðu. Textinn af fyrra blaði Melabók-
ar, kap. 1—14, byrjar hins vegar ekki fyrr
en á 338. bls., þar sem upp hefst landnám
í Sunnlendingafjórðungi samkvæmt hinum
gerðunum. Auk þess eru tilfærðir neðan-
máls allir þeir leshættir úr Þórðarbók sem
með meiri eða minni vissu hafa verið sóttir
í Melabók á meðan hún var heilli. Þennan
mikilvæga þátt verksins, þar sem leitað er
hins upphaflegasta efnis Landnámabókar,
hefur Jalcob Benediktsson undirbúið svo
vel sem auðið má verða með útgáfu sinni
á Skarðsárbók Landnámabókar (1958).
Jón Jóhannesson leiddi í Ijós á sínum
tíma að séra Þórður Jónsson í Hítardal
(d. 1670) hefði aukið uppskrift sína af
Landnámabókargerð Björns bónda á Skarðsá
í Skagafirði (d. 1655) með glefsum úr Mela-
bók, sem að sínu leyti hefði verið lítt
breytt afrit eftir Styrmisbók (Gerðir Land-
námabókar, 1941, bls. 19—36 og 174).
Loks eru til tíndir neðanmáls allir þeir
leshættir úr Skarðsárbók sem kynnu að
geyma upphaflegra texta en Sturlubók og
Hauksbók. Þessu er svo varið að Skarðsár-
bók er samsett eftir skinnhandritinu af
Sturlubók, sem brann í Kaupmannahöfn
1728, og eftir skinnhandritinu af Hauks-
bók, sem þá var enn að mestu heilt, og
hefur Björn sumstaðar getað lesið meira
eða réttara en séra Jón Erlendsson sem
pappírsuppskriftirnar gjörði.
Enn er ógetið fjölmargra athugasemda
útgefanda neðanmáls við texta Landnámu,
einkum um ættir og örnefni. Er það allt
hinn þarfasti fróðleikur og víða drepið
á vandamál sem ln'ði úrlausnar.
191