Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Blaðsíða 24
Pelra Pétursdóttir
í Görnlu Rcykjavík
Ég er nú komin á 'þann aldur ]>egar Irelra fólk fer að buga að sér með að
skrifa ævisögu sína.
Minni hefur seinkað, vegna ófyrirsjáanlegra atvika. Hún átti að koma út
fyrir jólin í fyrra.
Þá reyndist handritið vera týnt.
En, viti menn! núna í vikunni fann ég það í óhreina tauinu, mestanpart,
að ég held. Já, hér er reyndar upphafið.
Fædd lifandi, á jólaföstu, í Skipholti, sem síðan heitir Stóra-Skipholl.
Yfirsetukona Þórdís Carlqvist.
Ég vil taka það fram áður en lengra er haldið, að ég skrifa hana sjálf,
vegna þess að ég er bæði læs og skrifandi.
Já, hrökklaðist úr Vesturbænum. með foreldrunum, að mér forspurðri,
niður á við.
Það var skelfilega fínt fólk í Vesturbænum í gamla daga, að ég ekki tali
um aðalinn á Nesinu.
Hvar eru mínar ástkæru æskustöðvar? Krakkarnir hafa komizt í þetta,
það er greinilegt.
Ég er svo hrifin af innlifun. Mig langar til að biðja ykkur að fy'lgjast með
mér, og reyni að koma ykkur öllum fyrir á heilanum.
Þið getið haft í gangi símann og annað tækið, helzt ekki bæði. Svto gelum
við skotizt milli, það er ekki langt, eins og 'hálf öld, eða svo, og rabbað
sanvan, eins og verkast vill.
Ég er á móti storknuðu formi í listum.
Hvar var ég?
Ég var að leita að avskustöðvunuin.
Bíðuni nú hæg ... Datt í Tjörnina! var bjargað.
Mínar ástkæru æskustöðvar voru hvorki haf eða hundaþúfa, heldur Rúnt-
118