Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR . 32. ÁRG. 1971
34. HEFTI . DES.
Juliet Mitchell
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
Þjóðfélagsleg staða kvenna er frábrugðin því, sem gerist um alla aðra félags-
hópa. Þetta má rekja til þess, að hér er ekki um að ræða eina sérstaka félags-
einingu við hlið margra annarra, heldur helming stórrar heildar, mannkyns-
ins sjálfs. Konunnar þarf við og ekkert getur leyst hana af hólmi. Af þessu
leiðir, að ekki er unnt að arðnýta hana á sama hátt og aðra félagshópa. Enda
þótt allt mannlegt félag eigi að nokkru rót sína í konunni, gegnir hún skop-
litlu hlutverki í félags- og stjórnmálum og eins í efnahagslífinu. Konan er því
í senn frumþáttur og aukageta í mannlegu félagi og einmitt þetta hefur orðið
henni afdrifaríkt. í heimi karlmannsins á konan við engu hetri kjör að búa
en kúgaður minnihluti, en tilvera hennar markast ekki einungis af því, sem
þar gerist. Hvort tilverustigið um sig réttlætist af hinu og öll mótmæli falla
dauð og ómerk. í háþróuðu iðnaðarþjóðfélagi eru störf kvenna aðeins sára-
lítill þáttur efnahagsstarfseminnar í heild. Það er þó einmitt með starfi sínu,
að maðurinn umskapar náttúrlegt umhverfi sitt og skapar samfélag. Þar til
hylting verður á skipan framleiðslunnar mun aðstaða kvenna í veröld karl-
mannsins ráðast af aðstöðu þeirra á atvinnusviðinu. En konum stendur til
boða sérstakur starfsvettvangur: fjölskyldan. Fjölskyldan birtist okkur, á
sama hátt og konan sjálf, sem einn hinna óumbreytanlegu þátta sköpunar-
verksins, en er að sjálfsögðu afsprengi menningarþróunarinnar. Gerð og hlut-
verk fj ölskyldunnar ræðst ekki af neins konar lögbundnum óumflýjanleika og
engu fremur gildir þetta um skapgerð eða stöðu kvenna. Ríkjandi hugmynda-
fræði er ætlað að innræta okkur, að þessi tilteknu félagslegu form séu eðli-
legir og óumflýj anlegir þættir sköpunarverksins. Hvorn þáttinn um sig má svo
vegsama fjálglega sem hugsjónalegt keppimark. Hin „sanna“ kona og hin
„sanna“ fjölskylda eiga að vera ímyndir friðar og fullnægju, enda þótt of-
beldi og örvænting geti í báðum tilvikum setið í fyrirrúmi. Þær aðstæður, sem
13 TMM
193