Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 7
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
ar í hraðri upplausn, þar sem menningin var lengst á veg komin. Hin innri
fj ölskyldutengsl höfðu rofnað, og þeir sérstöku þættir, sem fjölskylduhug-
takið var ofið af, t. d. hlýðni, foreldraást, hjúskapartryggð, höfðu raknað.
Hinn raunverulegi kjarni fjölskyldulífsins, sem ræðst af eignafyrirkomulag-
inu, skarpri afmörkun gagnvart öðrum fjölskyldum og sambýlisþröngvun,
hélzt óhaggaður, en þar réðu úrslitum atriði eins og tilvist barna, gerð nú-
tíma borgarsamfélags, fjármagnsmyndunin og fleira. Þetta hefur þó ekki
gerzt áfallalaust, því að fjölskyldan er í tengslum við framleiðsluskipanina,
sem vilji hins borgaralega samfélags hefur engin áhrif á, en fjölskyldan er
hins vegar óhjákvæmileg forsenda hennar."1 Enn síðar lét Marx svo ummælt
í Das Kapital: „AS sjálfsögðu er engu minni fjarstæða að álíta hið germansk-
kristna fjölskylduform algilt og óumbreytanlegt en að halda því fram, að
slíkt eigi við um fjölskylduskipan Forn-Grikkja, Rómverja hinna fornu og
þjóða Austurlanda, því að segja má að í öllum þessum tilvikum sé um að
ræða ákveðin stig sögulegrar framvindu.“2 Það, sem einkum vekur athygli
í þessu sambandi, er, að fjallað er um vandamál kvenna einungis sem einn þátt
allsherjarúttektar á fjölskyldunni. Þessi skoðunarháttur er ýmsum erfiðleik-
um bundinn, enda kemur það fram í því, að athugasemdir Marx um örlög
hinnar borgaralegu fjölskyldu bæði í þessu riti og eins öðrum (t. d. Komm-
únistaávarpinu) eru með nokkrum opinberunarbrag. Lítil söguleg rök lágu til
grundvallar staðhæfingunni um, að fjölskyldan væri í reynd að leysast upp
og hennar gætti ekki lengur sem slíkrar innan verkalýðsstéttarinnar. Af ofan-
sögðu má sjá, að Marx fjallar í æskuverkum sínum um konuna með almennu
heimspekilegu orðalagi, en í verkum hans frá efri árum gætir miklu meira
athugasemda um fjölskylduna og stöðu hennar í ólíku sögulegu samhengi. Er
hér um alvarlegt misræmi að ræða. Hvor tveggja skoðunarhátturinn mótað-
ist að sjálfsögðu af könnun Marx á efnahagslífinu og eignamynduninni í þjóð-
félaginu.
Framlag Engels
Það kom í hlut Engels að binda þessar kenningar í kerfi, en það gerði hann
að Marx látnum í riti sínu Uppruni jjölskyldunnar, einkaeignarinnar og rík-
isins. Engels lýsti því yfir, að misrétti kynjanna væri ein elzta andstæðan í
sögu mannkynsins. Fyrstu stéttaandstæðurnar „myndast samfara því, að and-
stæður þróast milli karla og kvenna, er búa í sérhjúskap, og stéttarkúgun
1 Karl Marx: Deutsche Ideologie 1845—1846.
2Karl Marx: Das Kapital (1867).
197