Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Qupperneq 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Qupperneq 13
Byltíng sem elcki sér jyrir endann á Líkamsgerð og nauðung Til grundvallar mestu af því, sem hin klassísku fræðirit hafa að geyma um það efni, sem hér er til umræðu, liggur sú almenna skoðun, að meginvaki þeirrar þróunar, sem leitt hefur til undirgefnisaðstöðu kvenna, sé fólginn í þeirri staðreynd, að konur eru miður fallnar til líkamlegrar erfiðisvinnu en karlar. En með þessari skýringu er sagan raunar ekki nema hálfsögð og tæp- lega það. Jafnvel þótt gengið sé út frá þessari viðmiðun, sýnir sagan okkur, að sá undirgefnissess, sem konur skipa, ákvarðast miklu fremur af vanhæfni kvenna til valdbeitingar en af skertri starfsgetu þeirra. Það á við um flest þjóðfélög, að konur hafa staðið karlmönnum að baki í þeirri list að heyja bardaga engu síður en í að vinna erfiðisvinnu. Karlmaðurinn er ekki bara búinn því afli, sem þarf til að takast á við náttúruöflin, heldur getur hann einnig haft í fullu tré við samferðarmenn sína. Þáttur félagslegrar nauðung- ar í þeirri opinskáu verkaskiptingu kynjanna, sem reist hefur verið á grund- velli líffræðinnar, er miklum mun meiri en menn vilja almennt kannast við. Þetta má að sjálfsögðu ekki skilja svo, að um beina árás sé að ræða. í frum- stæðu samfélagi dylst engum, að konur eru frá náttúrunnar hendi lítt fallnar til veiða. í akuryrkjusamfélögum, þar sem félagsskipanin mótast jafnan af því, að konur skipa hinn óæðri sess, kemur engu að síður í þeirra hlut að annast jarðvinnslu og ræktun, sem ekki er neitt áhlaupaverk. Beita þarf nauðung, til þess að þetta geti átt sér stað. í þeim menningarsamfélögum, sem lengra eru á veg komin og búa við flóknari atvinnu- og félagsskipan, fara veikari líkams- burðir konunnar að nýju að verða atriði, sem máli skiptir. Konur eru vita gagnslausar við að heyja styrjöld eða við að reisa borgir. En við upphaf iðnaðaraldar í nútímaskilningi öðlast nauðungin gildi enn á ný. Um þetta atriði fór Marx svofelldum orðum: „Vélvæðing gerir hlut vöðvaafls minni, og að því leyti til er hún forsenda þess, að unnt sé að kveðja til starfa fólk, sem búið er litlum líkamskröftum eða hefur ekki tekið út fullan líkamlegan þroska, ef það aðeins er snart í snúningum. Þetta var ástæðan til þess, að hinir kapítalísku stóriðjuhöldar sóttust svo mjög eftir að fá konur og börn til starfa allt frá upphafi.“x René Dumont heíur vakið athygli á því, að á mörgum svæðum í hitabelti Afríku striti konur á okkar dögum myrkranna á milli, en karlmenn slæpist. Það arðrán, sem þarna á sér stað, á sér engar „náttúrlegar“ orsakir. Það er engan veginn óhugsandi, að konur í afrískum bændasamfélögum nútímans vinni stritvinnu sína vegna þess eins að hún helgast af venjubundnum hug- 1 Karl Marx: Das Kapital I. 203
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.