Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 14
Tímarit Máls og menningar myndum um hlutverkaskiptingu kynjanna í þjóðfélaginu og óvíst með öllu hvort ótti við refsingu af hendi karlmannsins ræður þar nokkru um. í þessu sambandi þarf einnig að athuga, að tengsl þess, sem nauðung heitir, og nauð- ungarþola eru önnur en tengslin milli arðræningja og arðrændra, þau eru fremur af pólitískum en efnahagslegum toga. Þegar Marx fjallaði um nauð- ungina, komst hann svo að orði, að eigandinn færi með þrælinn eða ánauðar- bóndann eins og „ólífræna náttúruafurð, til orðna við sj álfsæxlun". í þessari afstöðu felst sú skoðun, að verkalýðurinn sé hliðstætt fyrirbæri við aðra náttúrlega hluti, t. d. nautgripi eða jarðveg: „Hinar upphaflegu framleiðslu- afstæður birtast í eðlilegri mynd sem sjálfar tilveruforsendur framleiðandans, alveg á sama hátt og hann er í lífi gæddum líkama sínum, sem er ekki hans smíð, þótt líkami þessi hafi endurnýjazt og þroskazt fyrir hans tilverknað.1'1 Þessi ummæli eiga fullkomlega við um þjóðfélagsaðstöðu konunnar. Því fer einmitt svo víðsfjarri, að veikir líkamsburðir leysi konur undan þeirri kvöð að vinna að framleiðslustörfunum, því að félagslegt umkomuleysi þeirra verður þess valdandi í ofangreindum tilvikum, að hlutskipti þeirra verður hlutskipti vinnuþrælsins. Höfundar þeir, sem um þessi efni hafa fjallað, hafa þó undantekningar- laust ekkert skeytt um þessi augljósu sannindi, og hefur þessi afstaða leitt til óréttmætrar bjartsýni í spám þeirra um framtíðina. Þessi bjartsýni ætti sér stað í veruleikanum, ef undirgefnisstaða kvenna ætti einungis rót sína að rekja til þeirrar líffræðilegu staðreyndar, að konur eru lítt fallnar til líkam- legrar erfiðisvinnu. Ef sú væri raunin, myndi tilkoma háþróaðrar véltækni, sem létti oki hins líkamlega erfiðis af fólki, gefa fyrirheit um frelsisheimt konunnar. Um eitt skeið litu ýmsir jafnvel svo á, að sjálf iðnvæðingin ■hringdi inn nýja frelsisöld konum til handa. Til vitnis um þetta eru m. a. eftirfarandi ummæli Engels: „Frumforsenda þess, að konur fái öðlazt frelsi, er, að konur upp til hópa hefji að nýju störf i atvinnulífinu_____Þetta hefur orðið kleift fyrst nú með tilkomu nútíma stóriðju, sem gerir ekki aðeins að veita fjölda kvenna möguleika á þátttöku í atvinnulífinu, heldur beinlínis hrópar á þátttöku þeirra jafnhliða því að hún stefnir að því að gera heimilis- störfin líka að venjulegu atvinnustarfi.“2 Umsögn Marx um iðnaðarþjóð- félagið á bernskuskeiði er jafnsönn — eða ósönn — þótt hún sé heimfærð upp á þjóðfélag sjálfvirkninnar: .. augljóst er, að það hlýtur að efla stór- lega mannlegan þroska, ef einstaklingar af báðum kynjum og á öllum ald- 1 Karl Marx: Efnahagsleg gerð hins forkapítalíska þjóðfélags. 2Friedrich Engels: Uppruni jjölskyldunnar ... 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.