Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 18
Tímarit Máls og menningar
var að láta eyð'a fóstri oftar en einu sinni). Líf þeirra réðst að verulegu leyti
af líffræðilegum ferlum, sem þær höfðu engin áhrif á.
Varnir gegn getnaSi
Það var ekki fyrr en á 19. öldinni, að fundnar voru upp haldgóðar að-
ferðir til að koma í veg fyrir getnað. Hér var um nýjung að ræða, sem nó
hefur sannað heimssögulegt gildi sitt. Það er þó ekki fyrr en nú, eftir að
pillan kom til sögunnar, að mönnum er að verða ljóst, hve alger umskipti
eiga að geta átt sér stað í þessum efnum. Nú loksins hafa þau atvik gerzt, að
ekki á að vera ókleift að breyta „æxlunarháttunum“. Um leið og konur verða
algerlega frjálsar að því að eignast börn eða láta það vera (hvernig er að-
staða þeirra í þessurn efnum hér á Vesturlöndum, jafnvel nú á tímum?), fær
þessi athöfn alveg nýtt gildi. Hér eftir á þetta ekki að þurfa að vera megin-
hlutverk og eina köllun konunnar, heldur verður hér um það að ræða að
fullnægja einni ósk af mörgum.
Að hyggju Marx sýnir sagan okkur, hvernig maðurinn umbreytir náttúr-
unni stig af stigi og breytir þá um leið sjálfum sér — mannlegu eðli sínu —
í samræmi við breytta framleiðsluhætti. Nú eru fyrir hendi tæknilegar for-
sendur fyrir því að gæða eðlilegasta þátt mannlegra samskipta nýju, mennsku
inntaki. Sú yrði í reynd afleiðing breyttra æxlunarhátta.
Við eigum enn langt í land að ná því marki. Það varðar enn við lög í
Frakklandi og á Ítalíu að selja og dreifa hvers konar tækjum eða töflum til
að koma í veg fyrir getnað. Það er einungis efnaður minnihluti í nokkrum
vestrænum ríkjum, sem nýtur þeirra forréttinda að eiga aðgang að töflum í
þessu skyni. Þær framfarir, sem hafa átt sér stað í þessum löndum, hafa þó
verið með íhaldssömum blæ sem vænta mátti, og konan að vissu leyti orðið
þolandi í því sambandi. Pillan er bara framleidd handa konum, svo að þær
eru eins konar „tilraunadýr" á þessu sviði, enda þótt báðum kynjum sé vissu-
lega málið skylt.
Það atriði þessa máls, sem yfirskyggir öll önnur, er, að tilvist nærtækra og
öruggra aðferða til að koma í veg fyrir getnað, mun verða til þess að rjúfa
hið nána samhengi, sem hefur verið milli kynlífs og æxlunar, en borgarastétt
vorra tíma reynir af öllum mætti að viðhalda þessu samhengi til réttlætingar
á tilveru fjölskyldunnar.
208