Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 29
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
arnar, huliðsblærinn, sem einkennir hugsunina, og fáránlegt orðalag, sýnir
það hyldýpi, sem hér er staðfest milli kenningar og veruleika.
Fj ölskyldugerð ir
Sú hugmyndafræði, sem lýst var hér að framan, á sér að breyttu breytanda
nokkra samsvörun í raunverulegum breytingum, sem orðið hafa á fjölskyldu-
gerðinni. Eftir því sem fjölskyldurnar hafa orðið fámennari, hefur hvert
barn fyrir sig öðlazt meiri þýðingu. Það fer stöðugt skemmri tími í að
gegna hinu eiginlega æxlunarhlutverki, en mikilvægi félagsmótunarinnar og
sjálfs uppeldisstarfsins eykst tilsvarandi. Þau líkamlegu, siðferðislegu og
kynferðislegu vandamál, sem tengd eru æsku og unglingsárum, tröllríða því
borgaralega samfélagi, sem við búum við. Úrslitaábyrgðin á öllum þessum
vandamálum hvílir á herðum móðurinnar. Því hefur þróunin orðið sú, að
hið eðlisbundna „móðurhlutverk“ hefur þokað um set fyrir því veigamikla
hlutverki, sem móðirin nú gegnir í félagslegri mótun uppvaxandi kynslóðar.
Skömmu fyrir aldamótin síðustu gilti það um enskar mæður, að þær voru
barnshafandi eða með börn á brjósti í samtals 15 ár ævinnar, en núna á síð-
ari hluta 20. aldar fara að meðaltali 4 ár í slíkt. Sú staðreynd, að börn eru
skólaskyld allt frá 5 ára aldri þrengir að sjálfsögðu starfssvið móðurinnar
mjög verulega, eftir að fyrstu og viðkvæmustu árin eru liðin.
Ástandið einkennist núna af því, að hlutdeild móðurinnar í félagslegri mót-
un barnsins á fyrstu æviárum þess er mun meiri en áður tíðkaðist, en jafn-
framt hefur sá tími af ævi móðurinnar, sem fer í að ganga með og ala börn
stytzt stórlega. Ekki er hægt alveg umsvifalaust að upphefja hið félagsmót-
andi hlutverk móðurinnar sem nýja köllun hennar. Ef menn líta á það sem
eins konar goðsögn, mun ný kúgun spretta upp af því. Við megum ekki gleyma
því, að það er engan veginn sjálfgefið, að ein og sama persónan eigi að ala
barnið og ala það upp. Samkvæmt skoðunum Kleins er sjálft félagsmótunar-
ferlið ætíð hið sama, en það þarf ekki endilega alltaf að vera sama persónan
sem félagsmótunina annast.
Bruno Bettelheim hefur kynnt sér þær uppeldisaðferðir, sem beitt er á
samyrkjubúum í ísrael (kibbutz). Hann hefur í því sambandi bent á, að
barn, sem er í umsjá lærðrar fóstru (þótt móðirin hafi það jafnaðarlega á
brjósti), losni við að verða þolandi þeirra alkunnu áhyggna, sem foreldrar
eru haldnir og muni því vafalítið njóta góðs af þessu fyrirkomulagi. Þessi
möguleiki ætti þó alls ekki að verða neinum trúaratriði (Jean Baby kveður
219