Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 32
Tímarit Máls og menningar landsins er jafn skammt á veg komin og hún ennþá er og óttinn við umsát- urstilraunir lieimsvaldasinna helzt. Nú sem stendur er þess ekki að vænta, að hægt verði að tryggja konum raunverulegt frelsi annarsstaðar en íhinum háþróuðu samfélögum hér á Vest- urlöndum. En til þess að svo megi verða, þarf að eiga sér stað alger umbreyt- ing á högum kvenna í þjóðfélaginu. Þessi umbreyting þarf að spanna yfir öll þau félagslegu tengslakerfi, sem marka konunni bás, og þau verður að sprengja öll samtímis. Sérhver byltingarhreyfing verður að leitast við að brjóta til mergjar þær aðstæður, sem ríkja á hverju sviði fyrir sig, og beina síðan geiri sínum að því tengslakerfi, sem virðist veikast. Slíkt gæti markað upphaf umbyltingar á breiðum grundvelli. En hvernig er þá vígstaða okkar í dag í einstökum atriðum? 1. Atvinnulífið Þegar sósíalistar reyna að gera sér grein fyrir framtíðarhorfum á þessum vettvangi, hljóta þeir óhj ákvæmilega að taka mið af því, hvernig þeir álíta að framleiðsluöflin muni þróast á ókomnum árum. Ég hef þegar vikið að þeim vonum, sem vöknuðu á öndverðri 19. öld, eftir að véltæknin hélt innreið sína á framleiðslusviðinu. Þær brugðust hrapallega. Á okkar tíð virðist sjálf- virknin búa yfir tœkn ilegum forsendum þess að jafna megi algerlega aðstöðu karla og kvenna í atvinnulífinu að því er líkamsburði varðar. En meðan efnahagsskipan kapítalismans er við lýði, verður jafnan yfirvofandi hætta á, að félagslegar forsendur slíkrar aðstöðujöfnunar bresti, og dæmið snúist við, þannig að hludeild kvenna í atvinnulífinu minnki samfara því að starf- andi fólki fækkar. Það, sem sagt var hér á undan, á við um framtíðina, því sé ástand þessara mála í dag skoðað, yfirskyggir ein staðreynd allar aðrar: Þátttaka kvenna í atvinnulífinu hefur takmarkazt við ákveðið hlutfall, og þetta hlutfall hefur ekki tekið neinum breytingum nú um langt skeið. Árið 1911 voru konur 30% af öllu vinnandi fólki í Englandi, en hlutfallstala þeirra nam 34% á árunum eftir 1960. Ekki hefur heldur átt sér stað nein veruleg breyting á því, hvaða störf það eru, sem konur gegna. Afar sjaldan er hér um að ræða störf, sem binda má við vonir um verulegan starfsframa. Algengast er, að konur vinni undirtyllustörf í verksmiðjuiðnaðinum eða þá aðstoðarstörf á skrifstofum (t. d. ritarastörf) og þjóni undir aðra starfsmenn, þ. e. karlmenn. Oft eru þetta störf, sem útheimta mikla „innri tjáningu“, t. d. þj ónustustörf ýmiss konar. Parsons er ekkert að klípa utan af hlutunum í eftirfarandi ummælum: 222
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.