Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 41
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
skilningi að reynt væri að brjóta til mergjar mismunandi svið fjölskyldu-
lífsins. Hún var persónugerving heildstæðs veruleika. Hlutfirring hugmynd-
arinnar um „afnám“ fjölskyldunnar svarar til hins hlutfirrta inntaks í hug-
takinu fjölskylda. Höfuðkeppimarkið í baráttu sósíalista á sviði jafnréttis-
málanna á ekki að vera að afmá fjölskylduna sem slíka, heldur að koma á
jafnrétti kynjanna. Náist það keppimark, munu afleiðingarnar ekki verða
síður rótnæmar, en þær verða jákvæðar og áþreifanlegar og munu því marka
söguþróunina sínum rúnum. Það mun aldrei verða komið á jafnrétti milli
karla og kvenna, meðan núverandi fjölskyldugerð viðhelzt. En ekkert mun
ávinnast í jafnréttisáttina með hreinum stjórnunaraðgerðum í því skyni að
leysa fjölskylduna upp, því að jafnréttið mun komast á einvörðungu fyrir
þunga hinnar sögulegu þróunar, sem mun rjúfa tengslin milli einstakra þátta
í lífi og viðfangsefnum fjölskyldunnar. Krafa allra byltingarsinna á að vera
sú, að hinir ólíku þættir verði leystir undan oki blindrar samhæfingar, sem
meinar hverjum einstökum þeirra að njóta sín. Ef höggvið verður á hin fyrri
tengsl milli kynlífs og æxlunar, verður létt af kynlífinu þeirri firringu, sem
er samfara þungun gegn vilja hlutaðeigenda (eða ótta við að til slíkrar
þungunar komi). Æxlunin verður þá ekki lengur háð tilviljuninni einni eða
blindum orsakalögmálum. Þess vegna hlýtur það að vera alger grundvallar-
krafa á hendur ríkisvaldinu, að það láti þeim, sem þess óska í té ókeypis
getnaðarvarnartöflur. Af sömu sökum eigum við að styðja að því, að létt
verði af lagabanni gegn samhúð fólks af sama kyni (þ. e. kynvillu) — en slík
sambúð leiðir auðvitað ekki til æxlunar. Rétt er að gagnrýna einarðlega þá
afturhaldssömu herferð, sem hafin hefur verið á Kúbu gegn slíku sambýli,
og sömu afstöðu ætti að taka, ef slíkt gerðist annars staðar. Áþekk yrðu á-
hrifin, ef hið lögfræðilega hugtak „óskilgetinn“ yrði hreinlega numið úr lög-
um, eins og gert hefur verið í Svíþjóð og Ráðstjórnarríkjunum, því að slík
lagabreyting myndi opinberlega rjúfa samhengið milli hjúskapar og foreldr-
isstöðu.
Frá náttúrlegu samfélagi til menningarsamfélags
Eins og fram hefur komið hér að framan vekur félagsmótunin ýmis vanda-
mál, sem glíma þarf við. Börn þurfa á ástúð og umhyggju móður að halda
fyrstu æviárin, en af því leiðir engan veginn að við hljótum í þessum efnum
að búa alla framtíð við þann arfhelga ramma hjónabands/fjölskyldu, sem
nú tíðkast. Því fer mjög fjarri. Megineinkenni þess fjölskyldu- og hjúskapar-
fyrirkomulags, sem við búum við um þessar mundir, er, hversu einrœtt það
231