Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 43
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
fulls. Þetta gerist þá án nokkurs ytri tilverknaðar á grundvelli undangeng-
innar sögulegrar þróunar, en sú þróun, sem er markmið í sjálfu sér, hefur
gert hann að því, sem hann er. Ég á hér við, að maðurinn þrói með sér alla
sína mannlegu hæfileika í þeim mæli, að þeir verði ekki mældir á neinn
þann kvarða, sem áður hefur þekkzt. Hvað er það, sem hér gerist, ef ekki
það, að maðurinn býr þannig í haginn fyrir sig, að hann þarf ekki framar
að endurnýja sjálfan sig í ákveðinni mynd, heldur raungerir hann sjálfan
persónuleika sinn? Hann reynir undir slíkum kringumstæðum ekkert til að
halda áfram að vera samur sem forðum, heldur verður persóna hans eilíf og
alger verðandi.“ Sú frelsun konunnar, sem sósíalisminn á að tryggja, verður
ekki afsprengi skynseminnar sérstaklega, heldur eitt af afrekum mannlegs
anda á langri vegferð mannkyns frá náttúrlegu samfélagi til menningar. En
sú vegferð er sem mynd af sögunni og þjóðfélaginu.
SigurSur Ragnarsson þýddi.
233