Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 49
Vatn og penni og hrafnar hafði dag einn snúið mér í hríngi við glugga og knúið hjálparvana huga minn til að viða að sér myndum frá liðnum tíma: kvalinn hrakist um týnda daga í leit: en að lokum róast: að lokum var bytta með svörtu bleki allt sem þurfti: nóg til að hugurinn færi lángt burt þángað sem vatnið var og hrafn- arnir. Það var enginn vafi að blekið var mér hliðhollt, en það var þó ekki mikið blek sem ég átti í stórri borg. Allt um það var enginn vafi á því að ég hafði séð blek svífa fyrir glugga. Hvort ég sá það ekki bera við hvítan himin ein- hvers staðar, gott ef ekki er. Og hrafna, sem ég er lifandi! Hvort ég blés ekki einhvern tíma kúlur úr bleki og sá þær svífa úti fyrir glugga? Þá skildi ég að ekki var allt með felldu, þarna sem ég dróst eftir botninum. Undarlegt að hugsa um ferð án þess þó að vita af birtu, tíma og rúmi, en sjá óvænt penna sökkva í vatn með skvampi, ógurlegan að stærð. Minn! Penn- ann minn! Penninn minn var í vatninu! Lengi hafði ég þráð að sjá hann í vatni. Og það var ekki lengur nokkur vafi, að hann hafði komið. Penninn minn var í vatninu, ég get svarið það! Penninn minn brotnaði í vatnsskorpunni. Ég sá hann ljóslega, þótt enginn pappír sæist. Og penninn minn hrotnaði, hreinn, í vatnsskorpu að klofna af fögnuði. Penninn minn var að hugsa, fagur, og klofna í köldu vatni! Loksins var hann kominn í vatn að brotna! Ég sá hann halda áfram að hrotna og hafði ekki við að uppgötva ýmis litróf; nema gnægð var alls sem þurfti, nægilegt og yfirfljótandi, og penninn minn brotnaði, það var stórkostlegast af öllu. Lengi hafði ég þráð að sjá pennann minn frjálsan í vatni. Penninn minn svignar glannalega í vatnsfletinum, hugsaði ég, en ég vissi ekki hvort það var synd að eiga gleði einn; nema: hve allt virtist fagurt, lángt fram á dag eða næsta morgun. En þá komu síli, gul og rauð og blá, með gegnsæja sporða. Þau syntu með rykkjum og skrikkjum. Ég hugsa að þau hafi verið forvitin, en þau voru ekki dónaleg þótt þau væru nakin. Penninn minn var í vatninu! Enginn pappír. Sama var mér; en penninn minn var í vatninu; og það var bara hönd mín sem hélt. Það var hendi minni að kenna ef eitthvað var einhverju að kenna; en penninn minn svignaði glannalega í veröld vatnsins, svo að ég hrópaði af fögnuði; enginn pappír hvert sem litið var, og sama var mér, því ástin var í auga mínu á kafi í vatn- inu. 239
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.