Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 50
Tímarit Máls og menningar
Augu mín, á kafi í vatninu, sáu pennann þars hann svignaði í vatnsfletin-
um, líkt og stálturn í fárviðri, og ljósin klufu hvað sem fyrir varð, tældu burt
tímann með galdri, en sögðu við mig: Við erum hérna og þú ert hérna og
sílin eru hérna og vatnið, en við viljum ekki fara og viljum ekki gleyma að við
vorum saman, og þess vegna getum við ekki gleymt hvert öðru.
Er ég þá dauður híngað niður?
Já auðvitað, Þú sérS að þú ert kominn híngað til okkar, og hér er það ...
allt ... hér!
Er þaS satt! Á ég að trúa því!
Þér er óhætt að gera það.
Þá er allt í lagi. Vatn. Engar messur eða hjörtu í leit að hitapokum og eng-
inn sem biður um að fá að gráta í friði. Gott. Og brátt kvöldar, ef svona
verður gaman, og morgnar, brátt kemur dagur á sjóntaugar okkar, lángur
dagur að flétta tóna úr rauðu og gulu og bláu; og hvernig get ég launað ykk-
ur; viljiði kannski upphrópunarmerki sem ég er með í vasanum?
Jájájájá!
En af því okkur finnst yndi af ýmsum og mislitum fegurðum munum við
skjálfa og lánga að sulla í vatninu, dáldiS og dáldið, og leika okkur við sílin
... og slagurinn kemur aðvífandi á mikilli ferð — sjáið þið hann ekki? —
til að strá ljósum á sjóntaugar okkar, næra okkur félagar, næra okkur sem
þörfnumst svo innilega ástar þeirra okkur til viðgángs.
Þetta hafði gerst þegar Ásta kom að vatninu. Ég veit ekki hvers vegna það
gerðist, en ef til vill og þrátt fyrir allt af ást til lífsins.
Ásta grét. Ásta sagði koma. Ásta dró mig upp úr vatninu og leirnum og
lagði mig á jörðina. En mig lángaði ekki að deyja á stríðstíma, þvílík smán
væri slíkt. Ég sætti mig við lífið og hugsaði stoltur um manninn, þá stríðandi
veru úr kirtlum og tæjum. Ekki veitti af. Því blaut er hún af sól og dimmu,
einsog gegnvot þvaga, með sól og vötn og land í augum. Við erum kæfa fyrir
guði, ef nokkru skiptir hvað við erum.
Eln hversu fagran duttlúng hafði Ásta ræktað: AS djöflar loftsins hlytu að
koma, hrædd og fögur í dalnum, andaði áfjálg og dró fætur sína tryllt upp
úr keldum, rafmögnuð í dimmunni. Og hversu lengi hafði Ástu ekki lángað
að vera í dalnum áður en tjaldið kom í líf hennar. Hún hafði hugsaS um
dalinn af öllu viti og ýmislega, stundum ílla að því er hún hélt, með taugum;
en hvað veit ég um það, er nokkur von að ég viti hvernig kirtlar hennar
starfa?
240