Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 67
Hinn jákvœði og Hinn neikvœði
Marga spyr enginn álits, og margir
Eru samþykkir því sem er rangt. Þar af leiðir:
Menn þurfa framar öðru að læra að vera sammála.
Kennarinn í herbergi 1, móðirin og drengurinn í herbergi 2.
KENNARINN: Ég er kennarinn. Skóli minn er í borginni og ég hef nemanda
sem á engan föður. Móðir hans er hans eina stoð. Ég er núna á leið til
þeirra, ég ætla að kveðja þau, því ég legg senn á stað í ferðalag inní fjöll-
in. Hann klappar á dyrnar. Má ég koma inn?
drengurinn gengur úr herbergi 2 inní herbergi 1: Hver er þar? Nú, kennar-
inn er þarna, kennarinn er kominn að heimsækja okkur.
kennarinn: Afhverju hefurðu ekki komið svo lengi í skólann?
drengurinn: Ég hef ekki getað komið afþví móðir mín var veik.
kennarinn: Það vissi ég ekki. Viltu segja henni undireins að ég sé kominn.
drengurinn kállar inní herbergi 2: Mamma, kennarinn er kominn.
MÓðirin situr í herbergi 2 á tréstóli: Bjóddu honum inn.
drengurinn: Gerið svo vel að ganga inn.
Þeir ganga báðir inní herbergi 2.
KENNARINN: Ég hef ekki heimsótt ykkur lengi. Sonur yðar segir að þér hafið
verið veik. Eruð þér á batavegi?
MÓðirin: Verið þér ókvíðinn vegna veikinda minna, þau hafa engin slæm
eftirköst.
KENNARINN: Ég gleðst að heyra það. Ég kem til að kveðja yður, því ég legg
senn á stað í lærdómsferð inní fjöllin.
móðirin: Lærdómsferð inní fjöllin! Já rétt er það, ég hef heyrt þar búi mikl-
ir læknar, en ég hef líka heyrt að þetta sé hættuleg leið. Hafið þér í hyggju
að taka son minn með?
KENNARINN: Þetta er ekki ferðalag fyrir börn.
MÓðirin: Jæja. Ég vona að yður gangi allt í haginn.
KENNARINN: Þá verð ég að fara. Verið þér sæl. Fer inní herbergi 1.
drengurinn fylgir kennaranum eftir inní herbergi 1: Ég verð að segja dálítið.
Móðirin hlustar við hurðina.
kennarinn: Hvað þarftu að segja?
drengurinn: Ég vil fara með yður inní fjöllin.
kennarinn:
Móður þinni sagði ég
Að þetta væri torsótt og
17 TMM
257