Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 72
Tímarit Máls og menningar
ur sagt a hlýtur að segja b. Þegar þú á sínum tíma varst spurður hvort þú
mundir ekki sætta þig við allt sem kynni að bera til í ferðinni, þá svarað-
irðu jái.
drengurinn: Svarið sem ég gaf var rangt, en ykkar spurning var rangari.
Sá sem hefur sagt a hlýtur ekki að segja b. Hann getur líka komizt að því
að a-ið hafi verið rangt. Ég vildi sækja lyf handa móður minni, en nú er
ég sjálfur orðinn veikur, það er því ekki lengur mögulegt. Og ég vil án
tafar snúa aftur vegna þessara nýju kringumstæðna. Ykkur bið ég líka að
snúa aftur og flytja mig heim. Lærdómurinn sem þið leitið getur beðið. Ef
þarna fyrir handan er eitthvað lærdómsvert, sem ég vona að sé, þá gæti það
einungis verið þetta: að maður hljóti að snúa aftur við slíkar kringum-
stæður. Og hvað hina gömlu venju áhrærir, þá sé ég enga skynsemi í henni.
Það sem ég þarfnast er ný mikil venja, sem við komum á undireins: semsé
sú venja að hugsa sig um á ný við hverjar nýjar kringumstæður.
STÚdentarnir þrír við kennarann: Hvað eigum við að gera? Þó það sem
drengurinn segir sé ekki garpslegt, þá er það skynsamlegt.
kennarinn : Ég læt ykkur um að ákveða hvað þið skuluð gera. En það hlýt
ég að segja ykkur að ef þið snúið aftur þá munu mæta ykkur hæðnishlátrar
og hrópyrði.
STÚDENTARNIR ÞRÍR: Er það einhver smán að standa fyrir máli sínu ?
kennarinn : Nei. Ég sé ekki að það sé nein smán.
STÚDENTARNIR: Þá skulum við snúa aftur og enginn hæðnishlátur og engin
smánaryrði munu hindra okkur að gera það sem skynsamlegt er, og engin
gömul venja hamla okkur að fylgja fram réttri hugsun.
Leggðu höfuðið á handlegg okkar.
Reyndu ekki á þig.
Við berum þig gætilega.
stóri kórinn:
Og vinirnir hófu vin sinn á loft
Og stofnsettu nýja venju.
Og ný lög
Og fluttu drenginn heim.
Hlið við hlið gengu þeir samanþjappaðir
Til móts við smánaryrðin
Til móts við hæðnishláturinn, opnum augum
Enginn hugminni en næsti maður.
Erlingur Halldórsson þýddi.
262