Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Qupperneq 81
Bréf til ímyndaSs leikskálds
Þegar skarkalinn og öskrin deyja út, gerið þér yður vonandi grein fyrir
því, að áhorfendur eru líkastir gyðju, sem er helzti laus á kostunum. La donna
é mobile. Ef áhorfendur hefðu í rauninni nokkra skoðun, sem þeir héldu
fast við, væri eitthvert mark á þeim takandi. En hver er dómur áhorfenda um
írsku rós Abbýar? Núna algjört áhugaleysi, en fyrir þrjátíu og fimm árum
féllu menn hins vegar í stafi af hrifningu. Segið mér nú — og notið ekki heil-
ann, notið áhorfendur sem mælikvarða — er þetta gott leikrit eða ekki gott
leikrit? Látið þessu ósvarað, dragið bara af þessu eftirfarandi lærdóm:
kennarar, sem vilja kenna reglur, sem hrífa, verða að horfast í augu við þá
vandræðalegu staðreynd, að reglur breytast. Það virðist vera svo, að forskrift
hregðist stundum einmitt fyrir það að hafa verið gerð að reglu og þegar svo
er komið, þarf að koma í hennar stað önnur forskrift, sem hregst líka, þegar
hún er orðin að reglu o. s. frv.
Það eru ótal brögð í hverju starfi og ungir menn munu alltaf læra þau.
Þeir hafa ef til vill oft gagn af því, en aldrei ógagn, svo framarlega sem þeir
sjá þau í réttu ljósi, en ofmeta ekki. Já, úr því að þér eruð búinn að egna mig
til árásar, rís ég öndverður gegn þeirri hugmynd, að leikrit sé öðru vísi en
Ijóð eða málverk einmitt sökum þess, að það eru tóm hrögð á ferð. Enginn
hefur nokkurn tíma haldið þeirri skoðun á loft, segið þér. Ef til vill ekki,
svara ég, en kennararnir gefa það samt í skyn sýknt og heilagt. Á þeim sandi
hafa þeir reist leikhús sitt. Á hreinni hræsni. Á andúð á næmleika og hugar-
flugi svo ekki sé minnzt á hugsanir.
Þetta er aðalástæðan til þess, að kennslubækur í leikskáldskap eru svo sálar-
drepandi. í þeim er margt skarplega athugað. Nemendum er kennd sú aðferð,
sem hreif síðast, í þeirri trú, að hún hrifi aftur og aftur og það ef til vill þús-
und sinnum. Allt, sem hreif síðast, er tínt til. Ákveðin tegund efniskynningar,
ákveðin tegund lokasetningar í atriði eða þætti, ákveðin tegund aðalpersónu,
ákveðin tegund endis — er flokkað undir það, sem nefnist einu nafni leik-
sköpun.
Með tímanum urðu kennslubækur í leikskáldskap hlægilegar. Það var þá
sem farið var að tala um, að ógjörlegt væri að kenna leikskáldskap. Enginn
getur liðsinnt yður, vegna þess að leikskáldskapur hefur engar meginreglur
til að styðjast við! Ásamt með heimskulegum, einfeldnislegum reglumkennslu-
bókahöfundanna, varpa þessir andbyltingarmenn fyrir borð allri gagnrýni og
skilningi, en leggja á hinn bóginn ákaflega afstæðan mælikvarða á leik-
sköpum: þ. e. reglurnar eru að þeirra dómi jafnmargar og leikritin sjálf — og
um leið leggja þeir einnig ákaflega huglægan mælikvarða á hana: sérhvert
271