Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 88
Tímarit Máls og menningar
færir“ um það og verðskulda lof fyrir tilraunir sínar. Frakkar lifa aftur á
móti blygðunarlaust á menningararfleifS sinni — án þess þó aS láta þaS endi-
lega undir höfuS leggjast aS auka hana verulega og ávaxta meS eigin fram-
lagi. ASrir Bandaríkjamenn eyða talsverðu af tilfinningaorku sinni í það að
öfunda Frakka. ÞaS er engin ástæða til þess. Allt mannkyn á tilkall til sígildra
snillinga. Þetta er viðurkennt meðal tónlistarmanna og það meira að segja
í Bandaríkjunum. í leiklist eins og í öllum hókmenntum eru tungumálahindr-
anir. Hafa þær samt komið í veg fyrir, að skáldsagnahöfundar gætu fundið
innblástur hjá Balzac og Tolstoy? Annars hafa rithöfundar um allan heim
orðið innblásnir af leikritum sömdum á ensku af Shakespeare.
Hvers vegna skipta sígildar bókmenntir máli? Þær rækja áreiðanlega ekki
öll þau ætlunarverk, sem mönnum hefur þóknast að fela þeim. Það væri auð-
velt að verja ritgjörð, sem fjallaði um það hvers vegna sígildar hókmenntir
séu úr sér gengnar. AnnaS hvort eru þær ekkert eða þær eru listamönnum
einkum andleg uppspretta.
Þ. e. a. s. aðeins smáskammtur af þeim í einu, vegna þess að listamenn eru
sjaldan alætur eða réttara sagt jafnlystugir á allt. ÞaS er í sannleika sagt
vafamál hvort nokkur hafi samskonar lyst og æðri menntun hyggur hann hafa:
þ. e. að hann sé jafn móttækilegur fyrir öllum snilldarverkum. Sé horft í eina
átt er ekki hægt að horfa í gagnstæða átt um leið og rétt menntun gerir ekki
betur heldur en að hjálpa mönnum aðeins til að sjá og þykist ekki vera þess
umkominn að ljá mönnum augu í hnakkann. Fyrir listamenn eru sígildir
snillingar hvort sem er ekki röð af j afnstórum marmarastyttum, sem steyptar
eru í sama mót. Niðurröðun og samneyti breytist. Stundum verða listamenn
að rísa upp á móti ákveðnum snillingi eins og sonur á móti föður. Shaw lagði
Shakespeare löngum í einelti. ÞaS væri nær aS harma áhugaleysi leikskálda
á Shakespeare heldur en andúð þeirra á honum. Þegar öllu er á botninn hvolft,
þá var Shaw í rauninni að gagnrýna viðhorf almennings til Shakespeares
fremur en manninn sjálfan. SíSar varð Brecht að leggja til atlögu við Goethe
og Schiller. Þetta sýnir og sannar, að trúarlíf getur ekki þrifizt án hæfilegs
skammts af guðlasti.
Áhugi leikskálda á sígildum snillingum er ólíkur áhuga fræðimanna á þeim.
ÞaS skiptir fræðimenn mestu að meta þá og vega. ÞaS eina, sem skiptir lista-
menn aftur á móti nokkru er að hafa gott af þeim í eigin hagsmunaskyni.
Fyrirlitning þeirra á fræðslu um snillinga skipar þeim á öndverðan bekk við
þátttakendur í spurningaþætti, en þörf þeirra fyrir sígilda snillinga er meiri
278