Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 94
Tímarit Máls og menningar
ustu götur í Bandaríkjunum: Broadway og Madison Avenue (auglýsinga-
miðstöðina miklu).
Ef þér komizt að raun um, að þér séuð leikskáld og þeir á Broadway eru
yður sammála, reynið að halda áfram að vera leikskáld. Það verður ekki
auðvelt. Ef þér komizt að raun um, að þér séuð leikskáld og þeir á Broadway
eru yður ekki sammála, verður það ekki heldur auðvelt, en þér munuð halda
áfram að vera leikskáld. Við það getið þér ekki ráðið.
Er hægt að kenna leikskáldskap? Nú hafið þér verið ímyndað leikskáld og
ég ímyndaður kennari. Hafið þér lært nokkuð? Áreiðanlega ekki neitt um
það, sem gerist frá þeirri stundu, er tjaldið er dregið upp, unz það fellur. Við
höfum staðið allan þennan tíma fyrir utan leikhúsið og verið á báðum áttum
hvort við ættum að fara inn og ég hef sagt: „Langar yður til að fara inn?
Farið þá inn í reynsluskyni. Hafið þér hæfileika? Þegar þér vitið það, á-
kveðið þá hvort þér ætlið að vera þar áfram.“ En þetta eru allt undirstöðu-
atriði og þér eruð ekki ennþá orðinn tvítugur. Og ég hef kynnzt „nemendum
í leikskáldskap“. Mér virðist meðalaldur þeirra vera kringum níutíu ár, en
hann er líklega í rauninni eitthvað yfir tuttugu og fimm ár. Fáir þeirra hafa
grannskoðað óskir sínar (eða áberandi skort á óskum), hæfileika sína (eða
stórmerkilegt hæfileikaleysi). Svo þeir hafa ef til vill misst af fyrstu lexí-
unni, þar sem fjallað var um eftirfarandi efni: Að vera leiksmiður eða ekki
leiksmiður? Nú eruð þér búinn að fá þá lexíu. Yðar einlægur,
Eric Bentley.
Halldór Þorsteinsson íslenzkaði.
284