Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 112
Tímarit Máls og menningar grundvöll að, svo og á aðrar greinar almennra þjóðfélagsfræða. Svo að dæmi sé tekið sótti Karl Marx til Hegels margt það sem gerði hagsögulegar rannsóknir hans að merkilegum áfanga í sögu hagfræðinnar og annarra þjóðfélagsfræða. En þessi efni sjálf kaus ég að leiða hjá mér að mestu í Tilraun um manninn. Þar er einungis fjallað um þann frumspekilega búning uppskafningar og ruglandi sem Hegel býr þeim í ritum sínum, til að mynda í hugleiðingum þeim um frelsi sem skrifaðar standa í inngangi hans að Söguspekinni.33 En þar sem Jóhann Páll gerir enga tilraun til að bregðast við andófi mínu gegn frelsisboðskapnum þeim (og má þó sitthvað að því finna) mun óhætt að láta frekari rökræðu um frelsi bíða betri tíma. Hér er hins vegar ekki úr vegi að víkja í stuttu máli að annarri kenningu Hegels um samfélagið og sögu þess. Einn mikilvirkasti fræðimaður um heim- speki Hegels á okkar dögum, Z. A. Pelczynski, hefur sagt að gera megi glöggan greinarmun á hugmyndum Hegels um viðfangsefni stjórnmála og stjórnfræða annars vegar og hugmyndum hans um frumspekilega túlkun þess- ara viðfangsefna hins vegar. Þess má geta í innskoti að um hinar fyrrnefndu hugmyndir heldur Pelczynski fram þeirri umdeildu kenningu að þær séu í höfuðatriðum frjálshyggjuættar, en kenning þessi brýtur mjög í bág við hina hefðbundnu skoðun að Hegel hafi verið alræðissinni líkt og lærisveinar læri- sveina hans sem víða ráða ríkjum um þessar mundir.34 En hvað um það: hina frumspekilegu túlkun segir Pelczynski vera tvíþætta. í fyrra lagi telji Hegel að félagslíf og einkum stjómmál á sérhverju tímabili sögunnar sé allt markað og mótað af ríkjandi öflum, efnislegum sem andlegum, og þessi öfl séu menningin sem svo er nefnd. í síðara lagi telji hann að endanlegrar skýr- ingar á áhrifum þessara ríkjandi afla og eðli þeirra beri að leita í sálarlífi heimsandans.36 Um heimsandann hef ég ekki meira að segja en þegar er sagt: vaðall Heg- els um hann á sér þá afsökun eina að geta vakið hlátur á stöku stað eins og ljóst mun verða ef Jóhann Páll og Utvarpsráð taka höndum saman að tillögu minni sem fyrr er gerð. En við hina fyrrnefndu kenningu um hin ríkjandi öfl vildi ég nú mega dvelja stutta stund. Svo vel vill til fyrir áhugamenn um sögu íslenzkra mennta að kunnasti fylgismaður Hegels meðal íslendinga fyrr og síðar, Grímur skáld Thomsen, lætur þessa skoðun í Ijósi með ákaflega lær- dómsríkum hætti á einum stað. Og með því að skoðunin sjálf og búningur hennar hjá Grími eru í einu og öllu frá Hegel runnin getum við eins hugað að þessu tvennu þar sem annars staðar. í riti sínu um Byron lávarð segir Grímur:36 302
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.