Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 118
Tímarit Máls og menningar VI KomiS við í neðra Frá því segir á bókum að þeir séra Snorri á Húsafelli og Magnús konferens- ráð Stephensen höfðu kappmæli um helvíti. Vitnuðu báðir í „þá töframenn í latínu sem kallaðir eru autores“ og það „af meira Icappi en áður hefur heyrst í einni stofu á íslandi, enda drukku þeir svo mikla sýru meðan á stóð þræt- unni að fjórar griðkonur höfðu í fullum höndum að bera að þeim og frá“. Var og lengi ósýnt hvor hafa mundi betur þar til „Stephensen konferensráði tókst að veiða upp grein nokkra fáheyrða eftir tannagnjóstinn Abrakadabra sem verið hefur á dögum í Persíu sjö öldum fyrir kristsburð“ með þeim af- leiðingum að séra Snorra setti hljóðan. Ég þykist vita að mér hafi ekki tekizt á þessum blöðum að leiða fram því- líkan spámann sem Abrakadabra sem fáheyrð orð hans kynnu að bregða ljósum í myrkri þeirrar frumspeki sem viðmælandi minn skemmtir sér við. Enda skiptir það kannski minnstu því að þess ber að minnast að á endanum var það séra Snorri sem bar hærri hlut er hann sýndi Magnúsi konferens- ráði sjálft helvíti opið í bæjarfjallinu á Húsafelli. En sjá má að Jóhanni Páli þætti ekki verra að geta farið eins að (JPÁ 176): hann lýkur máli sínu á fáeinum velvöldum orðum um byltinguna „sem gefur félagslegum verknaði mannanna meðvitaða þýðingu“ og yfir okkur vofir. Nú kynni svo að fara að orðræðu okkar Jóhanns Páls lyki á sömu leið og þrætu þeirra Magnúsar og séra Snorra. En á meðan svo er ekki orðið vona ég að mér sé óhætt að draga saman niðurstöður máls míns. Jóhann Páll Árnason hefur gert nokkra tilraun til að bera blak af þýzkri frumspeki í augum þeirra íslendinga sem áhuga kunna að hafa á heimspeki- legum efnum. Um tildrög þessa tiltækis hans skal ég ekki dæma: ég veit ekki hvort þeim einum er til að dreifa að hann hafi ungur fest ást á uppskafning- unni, eins og fyrir sjálfan mig kom á gelgjuskeiði, án þess að honum sé það lauslæti í blóð borið sem gerir flestum okkar hinna kleift að lifa lífinu þeg- ar kærusturnar sem við sórum eilífasta tryggð hafa brugðizt öllum vonum. En um frumspekina þykist ég vita og hafa leitt að því líkum að hún sé sú grein svonefndrar heimspeki sem minnst á skylt við mannlega skynsemi alls þess er menn hafa á ýmsum tímum nefnt hinu gríska nafni skynsamlegra vísinda. Og því er þessi grein mannlegrar viðleitni umræðu verð að hún nýtur enn nokk- urrar hylli annars virðulegra lærdómsmanna í móðurlandi sínu Þýzkalandi og að líkindum meiri almennrar hylli í öðrum löndum, einkum meðal ungra stúd- 308
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.