Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 120
Tímarit Máls og menningar firrur frumspekinnar, og hugsun hans bar þess merki upp frá því. En þó hefði hann getað sagt að ævilokum með nokkrum sanni: til þess að skafa það allt saman af er ævin að helmingi gengin. í stað frumspekinnar kaus hann að leggja stund á hagfræði — og gerði það með tiltölulega ágætum árangri. En óneitanlega er eftirtektarvert að fæstir fylgismenn hans á okkar dögum kjósa að fara að dæmi hans og freista þess að aga hugsun sína við þó ekki væri nema hagfræði. Til slíkra fræða hafa þeir flestir ekkert að leggja. Rit þeirra skiptast í tvo meginflokka, að frátöld- um sögulegum fræðiritum um Marx sjálfan og hugmyndir hans sem vita- skuld eru góðra gjalda verð. Annars vegar er blaðamennska í vikuritastíl, einatt góð og gild sem slík eins og sú er Jóhann Páll hefur birt í Þáttum úr sögu sósíalismans. Hins vegar er frumspekileg lágkúra, uppskafning og rugl- andi á borð við þá sem höfð var eftir István Mészáros hér að framan.51 í fæstum orðum er niðurstaða mín sú sem Immanuel Kant reifaði fyrstur manna fyrir næstum tvö hundruð árum. Frumspekin er loddaraleikur sem á sér þá afsökun eina að loddararnir kunni að vera sneyddir heilbrigðri skyn- semi sem þeir geti agað við vísindalega hugsun — og geti ekki að þessu gert. Hitt fæ ég ekki séð að heitið geti afsökun ef rétt er til getið að Hegel hafi samið rit sín gegn betri vitund af annarlegum hvötum,52 hvort heldur í ábata- skyni og frægðar eða þá í einhverjum þjóðfélagslegum tilgangi svo sem ætla má um Karl Marx. Þetta siðamat þykist ég raunar hafa lært af Immanuel Kant eins og margt annað þótt það sé reist á trú fremur en skoðun og verði því ef til vill hvorki kennt né numið í neinum eiginlegum skilningi. Ég fæ ekki séð að mér leyfðist að krydda þessa ritsmíð mína fáeinum skyggnilýsingum og kannski fleiri dásamlegum sönnunum fyrir öðru lífi, jafnvel þótt ég teldi mér trú um að með því móti gæti ég lagt svolítið af mörkum til baráttunnar fyrir betri heimi. Hitt er líka trú en ekki skoðun að ef til vill verði heimurinn ekki verri fyrir það að flett sé ofan af eymd frumspekinnar. Því enn varir lágkúra, uppskafn- ing og ruglandi, þetta þrennt. Og þeirra er ruglandin verst. 310
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.