Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 120
Tímarit Máls og menningar
firrur frumspekinnar, og hugsun hans bar þess merki upp frá því. En þó
hefði hann getað sagt að ævilokum með nokkrum sanni:
til þess að skafa það allt saman af
er ævin að helmingi gengin.
í stað frumspekinnar kaus hann að leggja stund á hagfræði — og gerði það
með tiltölulega ágætum árangri. En óneitanlega er eftirtektarvert að fæstir
fylgismenn hans á okkar dögum kjósa að fara að dæmi hans og freista þess
að aga hugsun sína við þó ekki væri nema hagfræði. Til slíkra fræða hafa
þeir flestir ekkert að leggja. Rit þeirra skiptast í tvo meginflokka, að frátöld-
um sögulegum fræðiritum um Marx sjálfan og hugmyndir hans sem vita-
skuld eru góðra gjalda verð. Annars vegar er blaðamennska í vikuritastíl,
einatt góð og gild sem slík eins og sú er Jóhann Páll hefur birt í Þáttum úr
sögu sósíalismans. Hins vegar er frumspekileg lágkúra, uppskafning og rugl-
andi á borð við þá sem höfð var eftir István Mészáros hér að framan.51
í fæstum orðum er niðurstaða mín sú sem Immanuel Kant reifaði fyrstur
manna fyrir næstum tvö hundruð árum. Frumspekin er loddaraleikur sem á
sér þá afsökun eina að loddararnir kunni að vera sneyddir heilbrigðri skyn-
semi sem þeir geti agað við vísindalega hugsun — og geti ekki að þessu gert.
Hitt fæ ég ekki séð að heitið geti afsökun ef rétt er til getið að Hegel hafi
samið rit sín gegn betri vitund af annarlegum hvötum,52 hvort heldur í ábata-
skyni og frægðar eða þá í einhverjum þjóðfélagslegum tilgangi svo sem ætla
má um Karl Marx. Þetta siðamat þykist ég raunar hafa lært af Immanuel Kant
eins og margt annað þótt það sé reist á trú fremur en skoðun og verði því ef
til vill hvorki kennt né numið í neinum eiginlegum skilningi. Ég fæ ekki séð
að mér leyfðist að krydda þessa ritsmíð mína fáeinum skyggnilýsingum og
kannski fleiri dásamlegum sönnunum fyrir öðru lífi, jafnvel þótt ég teldi mér
trú um að með því móti gæti ég lagt svolítið af mörkum til baráttunnar fyrir
betri heimi.
Hitt er líka trú en ekki skoðun að ef til vill verði heimurinn ekki verri fyrir
það að flett sé ofan af eymd frumspekinnar. Því enn varir lágkúra, uppskafn-
ing og ruglandi, þetta þrennt. Og þeirra er ruglandin verst.
310