Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 125
Haraldur Jóhannsson
Forsaga Afríku
Það var ekki fyrr en á fjórða tugi þessarar aldar, að í leitirnar komu stein-
runnin bein úr mannlingum eða apamönnum á skóglendi Afríku eða á þeim
svæðum álfunnar, sem í fyrndinni voru skógi vaxin. Slíkra funda hafði samt
sem áður verið vænzt allt frá því, að Darvvin setti fram þróunarkenningu
sína nær átta áratugum áður. Síðasta aldarþriðjung hefur þó vart liðið svo
ár, að í Afríku hafi ekki fundizt steingervingar, sem varpa ljósi á upphaf
mannsins og forsögu álfunnar. Steingervingar þessir hafa flestir fundizt í
norðvestanverðri Afríku, einkum á Maghreb-svæðinu, í Austur-Afríku, eink-
um í kringum Gregory-dældina og Vestur-dældina, og einnig í Suður-Afríku
og á fáeinum stöðum í Egyptalandi, í Sahara-eyðimörkinni og í Rhodesíu.
Aftur á móti hafa einungis fáeinir steingervingar fundizt á frumskógasvæð-
um álfunnar, í Vestur-Afríku og í Kongó.
I
Fljótt á litið að minnsta kosti greinir mann frá apa örugg hreyfing manns-
ins á tveimur fótum einum saman, afturlimunum; enn margvíslegri not manns-
ins af höndunum, framlimunum; og miklu stærra heilabú mannsins. Sérhæf-
ing þessara líffæra í mönnum er þannig lengra komin en sérhæfing þeirra í
öpum.
Á öndverðu og miðju tertier-jarðsöguskeiðinu eða með öðrum orðum fyrir
25—15 milljónum ára lifðu ýmsar tegundir apa af ættbálknum dryopithecus
í Asíu, í Evrópu og í Afríku. Steinrunnin bein úr þeim benda til, að þeir hafi
ekki einungis hafzt við í skógum, heldur einnig á bersvæði að nokkru leyti.
Úr öpum af öðrum ættbálki, ramapithecus, sem lifað mun hafa á Indlandi og
í Austur-Afríku að minnsta kosti fyrir um það bil 14 milljónum ára, hafa
fundizt steinrunnin andlitsbein og tennur, sem benda til, að þeim hafi svip-
að meira til manna en öpum af ættbálknum dryopithecus.
Frá ofanverðu miocene-jarðsöguskeiðinu og frá pliocene-jarðsöguskeiðinu
hafa fundizt fáein bein úr öpum af ættbálkum, sem um líffæralega sérhæfingu
315